Salazar átti langan og farsælan feril í kvikmyndum en er best þekktur sem Chi–Chi í mynd Brians DePalma, Scarface, sem kom út árið 1983. Þar lék hann við hlið Al Pacino eins og hann gerði í myndinni Carlito’s Way árið 1993 sem einnig var leikstýrt af Brian dePalma.
Ann Wingsong, umboðsmaður og besti vinur leikstjórans, staðfesti andlátið í samtali við TMZ. Ann segist hafa farið að athuga með hann að í gærmorgun og komið að honum látnum í rúmi hans. Dánarorsök liggur ekki fyrir en Ángel hafði glímt við hjartavandamál um nokkurt skeið.