fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 17:30

Tom Daley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttastjörnurnar eru að týnast til Parísar, en þar fara Olympíuleikarnir fram 26. Júlí til 11. ágúst.

Breski ólymp­íu­verðlauna­haf­inn og dýfingakappinn Tom Daley sýndi fylgjendum á hin alræmdu rúm sem keppendum er boðið upp á.

Í myndbandi sem Daley birti á TikTok á mánudag má sjá hann hoppa á rúmi sínu, en sagan segir að rúmin séu höfð léleg svo ekki sé hægt að stunda kynlíf í þeim.

„Þetta er pappi,“ sagði hann og bankaði í höfuðgaflinn og sýndi síðan botn og fætur rúmsins. „Eins og þú sérð er þetta eins og kassi. Síðan er dýnan ofan á, yfirdýnan og svo fáum við okkar eigin Paris24 (teppi).“

Daley sýndi síðan stöðugleika rúmsins með því að hoppa upp og niður á því. „Eins og þú sérð eru þau frekar traust.“

@tomdaley CARBOARD BEDS IN THE OLYMPIC VILLAGE! #paris2024 #olympics ♬ original sound – Tom Daley

Írski fimleikamaðurinn Rhys McClenaghan prófaði einnig „kynlífslausu“ kenninguna og skoppaði og stappaði á rúminu og skellti sér í það.

„Nei, þau standast prófið. Þetta eru falsfréttir!“

@rhysmcc1Paris Olympics “Anti-sex beds” debunked (again)♬ original sound – Rhys Mcclenaghan

Áströlsku tennisleikararnir Daria Saville og Ellen Perez létu einnig reyna á kenninguna með ýmsum æfingum, þar á meðal orminum.

@dasha_tofu Testing out the cardboard beds at the Olympic Village @Ilona Maher #AllezAUS #Paris2024 #Olympics #Tennis #ParisOlympics2024 #ParisOlympics #olympics2024 ♬ original sound – Dasha & Tofu

Ólympíufarar þessa árs hafa augljóslega verið spenntir að prófa rúmin eftir að þau voru fyrst kynnt til sögunnar á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 við slæma dóma sumra íþróttamanna.

Bandaríski hlauparinn Paul Chelimo fullyrti á þeim tíma að val á papparúmum væri til að koma í veg fyrir nánd meðal íþróttamanna. „Rúmin þola þyngd eins einstaklings til að forðast aðstæður umfram íþróttir. Ég sé það ekki sem vandamál fyrir langhlaupara, jafnvel fjórir okkar duga.“

Ljóst er að skipuleggjendur leikanna telja rúmin ekki gera alla íþróttamennina fráhverfa kynlífi á meðan á leikunum stendur, þar sem skipuleggjendur viðburða í ár útvega 300 þúsund smokka fyrir íþróttamenn sem dvelja í Ólympíuþorpinu. Smokkar með ólympísku þema voru einnig með í móttökupökkunum sem íþróttamenn fengu.

Embættismenn í París greindu frá því við Reuters í maí að efnisval rúmanna væri til að „tryggja lágmarks umhverfisáhrif og framhaldslíf fyrir allan búnað sem notaður er á stuttum tíma leikanna. Það segir sig sjálft að gæði húsgagnanna hafa verið stranglega prófuð til að tryggja að þau séu sterk, þægileg og hentug fyrir alla íþróttamenn sem munu nota þau og spanna mjög breitt svið líkamsgerða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri