fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. júlí 2024 17:30

Þvottaklemmur geta verið varasamar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljúft að geta hengt upp þvottinn úti á sumrin, þá örfáu daga sem veður er til á Íslandi. En að nota þvottaklemmur skemmir þvottinn, sem og að láta sum efni standa óvarin lengi úti.

Eins og segir í breska blaðinu The Mirror eru til betri leiðir til að vernda fatnað og lín en að hengja þau óvarin upp með klemmum í sumarsólinni.

Mælt er með því að sleppa þvottaklemmunum og nota í staðinn þvottarekka sem þvotturinn getur legið á.

„Varist að nota þvottaklemmur. Þær geta skilið eftir ljóta og varanlega þrýstibletti á viðkvæmu taui,“ segir í umfjölluninni, sem unnin var í samráði við sérfræðinga hjá Superdry. „Til að verja viðkvæm efni ætti að sleppa þvottaklemmum alfarið og passa upp á að skilja þau ekki eftir úti í vindi þar sem þau gætu fokið í burtu.“

Þá er bent á að sólin geri tau hvítt með tímanum, það er uppliti þau. Það sé gott fyrir suman þvott en ekki annan. Einnig hentar ekki að þurrka allan þvott úti lengi.

„Sum efni verða stíf ef þau eru þurrkuð úti, sérstaklega náttúruleg efni eins og bómull. Til að koma í veg fyrir þetta er gott að prófa að þurrka þau í svolitla stund úti en setja þau síðan í þurrkarann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli