fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2024 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin KALEO gaf í nótt út lagið USA Today, lag sem tekur á byssuárásum í Ameríku og ofbeldi tengdum skotvopnum.  

Lagið var samið af Jökli Júlíussyni, og framleitt af honum ásamt Shawn Everett og Eddie Spear. Lagið er gefið út í kjölfar skotárásarinnar á Donald Trump  þar sem saklaus áhorfandi lét lífið. Fyrir KALEO þá er lagið ádeila á síendurteknar skotárásir sem eiga sér stað í Bandaríkjunum. KALEO mun jafnframt gefa hluta af tekjum lagsins USA Today til samtakanna Everytown sem eru samtök sem berjast gegn skotrárásum og ofbeldi tengdum skotvopnum. Hægt er að fræðast nánar um Everytown á vefsvæðinu everytown.org.

,,Þetta lag fangar þann hræðilega veruleika skotárása og ofbeldis sem við höfum upplifað undanfarinn áratug í Bandaríkjunum, landi þar sem við höfum búið og túrað. Þessar skotárásir hafa haft mikil áhrif á okkur alla. Nú síðast tilgangslaus skotárás í Pennsylvaníufylki þar sem saklaus maður lét lífið. Við vonum að nú sé komið að breytingum og  mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á verði gerðar á lögum um skotvopn í Bandaríkjunum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu mannsins sem skotinn var til bana um helgina og allra annara sem eiga um sárt að binda vegna tilgangslaus ofbeldis um heim allan,“ segir Jökull Júlíusson söngvari sveitarinnar.

KALEO er nú á hljómleikaferðalagi um Norður Ameríku og Evrópu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir