fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 12:30

Johnny Depp Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórleikarinn Johnny Depp er kominn með nýja konu upp á arminn, rússneska snyrtifræðinginn og fyrirsætuna Yulia Vlasova. Talsverður aldursmunur er á parinu, eða 33 ár, Depp er 61 árs og Vlasova 28 ára, eða þremur árum eldri en dóttir Depp.

Heimildamaður PageSix segir parið í „mjög frjálslegu“ sambandi, þau hafa sést saman við hin ýmsu tækifæri undanfarin ár, en sambandið sé ekki alvarlegt.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Iuliia V (@im__iuliia)

Parið kynntist í Prag í ágúst 2021 á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Vlasova rekur þar förðunar- og hárgreiðslustofu en virðist nú eyða miklum tíma í Bretlandi, þar sem Depp býr um þessar mundir.

Síðastliðinn fimmtudag var parið myndað á ferðalagi frá London Heliport á myndum sem Daily Mail birti.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @johnny.depp_loveofmylife

Parið hefur birt myndir af sér saman, meðal annars á tónleikum vinar Depp Jeff Beck heitins í Prag í júlí 2022. Fyrr á þessu ári deildi Vlasova mynd á Instagram þar sem sjá má hendi Depp á læri hennar. Myndin var svar við spurningu um hver væri uppáhaldsleikarinn hennar.

„JD. Hann er maður sem er ótrúlega hæfileikaríkur og hvetjandi,“ skrifaði hún við myndina.

Á mánudag birti Vlasova yfirlýsingu á tékknesku þar sem hún biður vini sína um að veita blaðamönnum ekki viðtöl um hana og líf hennar. Segir hún að skilningur þeirra og virðing fyrir einkalífi hennar sé vel metinn.

Depp hefur látið lítið fyrir sér fara og dvalist í Bretlandi eftir að hann vann meiðyrðamál gegn fyrrum eiginkonu sinni, Amber Heard, í júní 2022. Heard er búsett í Madrid á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni