fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fókus

Kyntákn tíunda áratugarins fékk heilablóðfall og tapaði öllu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 14:30

Sharon Stone Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Sharon Stone fékk heilablóð árið 2001, sem olli níu daga heilablæðingu. Í viðtali við Hollywood Reporter sem birt var í gær, þriðjudag, segist hún hafa tapað öllu sparifé sínu í kjölfarið þar sem fólk hafi notfært sér hana í bataferlinu og sjö ára fjarveru hennar frá Hollywood.

„Ég átti 18 milljón dala sparnað vegna allrar velgengni minnar, en þegar ég komst aftur inn á bankareikninginn minn var allt horfið. Ísskápurinn minn, síminn minn, allt var farið og á nafni annara. Ég átti engan pening.“

Leikkonan, sem varð heimsfræg á einni nóttu fyrir hlutverk hennar í Basic Instinct árið 1992 og varð í kjölfarið eitt kyntákn tíunda áratugarins, er orðin 66 ára. Hún lítur til baka til þessa erfiða veikindatímabils með blendnum tilfinningum. Hún segir heilablóðfallið hafa breytt því hvernig heili hennar starfar og hvernig hún hugsar.

„Búddistamunkur sagði mér að ég hefði endurfæðst í sama líkama,“ segir Stone. „Ég lenti í dauðareynslu og svo náðu þeir mér til baka. Það blæddi inn í heilann í níu daga, og hann er ekki staðsettur í höfðinu á mér þar sem hann var áður. Og á meðan þetta gerðist breyttist allt: lyktarskynið, sjónin, snertingin. Ég gat ekki lesið í nokkur ár. Margir héldu að ég myndi deyja.“

Stone segist hafa getað haldið áfram með líf eftir að hafa tapað öllum fjármunum sínum  vegna þess að hún hafi ákveðið að vera til staðar og sleppa tökum á því liðna.

„Ég ákvað að dvelja ekki við það að vera veik eða við einhverja biturð eða reiði. Ef þú bítur í fræ biturleikans fer það aldrei frá þér. En ef þú heldur trúnni, jafnvel þótt þessi trú sé á stærð við sinnepsfræ, muntu lifa af. Núna lifi ég fyrir gleði, ég lifi fyrir tilgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar