Í frétt New York Post kemur fram að Sarah hafi verið búsett á Hawaii og átti slysið sér stað þar.
59 ára karlmaður er sagður hafa misst stjórn á ökutæki sínu og ekið á bifreið Söruh þar sem hún stóð kyrrstæð í Kahala-hverfinu í Honolulu. Karlmaðurinn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir áreksturinn.
Lögregla er með málið til rannsóknar en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið yfir leyfilegum hámarkshraða þegar slysið varð.
Sarah tók þátt í Naked and Afraid-raunveruleikaþáttunum árið 2017, en í þeim er fylgst með þátttakendum þar sem þeir reyna að lifa af úti í óbyggðum án matar, vatns og klæðnaðar.