Fréttatilkynning frá Vetur Music:
Danshljómsveitin Húbba Búbba gaf nýverið út sína fyrstu plötu, „Stórasta plata í heimi“. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar, en hún hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út, og lagið „Aldrei of seint“ hefur setið á toppi íslenska Spotify-vinsældarlistans, ofar en nýja plata Ice Guys, sem kom út á sama degi. Lagið „Aldrei of seint“ er endurgerð á hinu geysivinsæla lagi Þórunnar Antoníu, „Too Late“, sem kom út árið 2012.
Húbba Búbba gáfu út sitt fyrsta lag í byrjun júlí og hafa síðan þá vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega á TikTok, þar sem þeir hafa fengið mörg þúsund áhorf. Bandið samanstendur af Eyþóri Aroni Wöhler og Kristali Mána Ingasyni, knattspyrnumönnum. Eyþór er leikmaður KR, en Kristall leikur úti í Danmörku fyrir félagið Sönderjyske.