fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Leikarinn segir það hjálpa ferli sínum að vera lögblindur

Fókus
Sunnudaginn 9. júní 2024 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur kannski fólki á óvart að lesa að stórstjarnan Jake Gyllenhaal er lögblindur. Þetta er þó ekkert nýtt af nálinni heldur er um meðfædda sjónskerðingu að ræða.

„Mér finnst þetta kostur. Ég hef aldrei þekkt neitt annað. Þegar ég sé ekkert á morgnanna, áður en ég set á mig gleraugun þá get ég átt stað og stund fyrir sjálfan mig,“ segir leikarinn í viðtali við The Hollywood Reporter.

Lögblinda þýðir ekki að hann sé alveg blindur. Þeir sem teljast lögblindir hafa mismikla sjón en sjónskerðing er skilgreint út frá sjónskerpu annars vegar og sjónvídd hins vegar. Á Vísindavefnum segir:

„Sjónskerpan er mikilvægur hluti sjónarinnar og gagnleg til dæmis við lestur og aðra nákvæmnisvinnu. Skerpan er oftast metin með því að mæla hversu smáa stafi fólk getur lesið í ákveðinni fjarlægð af þar til gerðum sjónprófunartöflum. Hliðarsjónin er líka mikilvæg en hún gerir okkur kleift að skynja hreyfingar útundan okkur. Hún er mæld með sjónsviðsmælum og táknuð með gráðum sem menn sjá út frá miðju.“

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO eru þeir lögblindir sem hafa 10 prósent eða minni sjón eða sjónsvið þrengra en 10 gráður, eða 6/60 eða minna. Sá sem mælist 6/60 sér í 6 metra fjarlægð það sem sá sem hefur fulla sjón sér í 60 metra fjarlægð.

Í Bandaríkjunum er sjón mæld í fetum en ekki metrum. Jake Gyllenhaal er með 20/1250 sjón samkvæmt bandarískum mælikvarða sem þýðir að hann sér í 6 metra fjarlægð það sem þeir með fulla sjón sjá í 381 metra fjarlægð.

Hann segist nota sjónskerðinguna til að vera betri leikari, sérstaklega þegar hann tekur upp atriði sem krefjast tilfinningaríkra viðbragða. Hann tók til dæmis úr sér linsurnar þegar hann var að taka upp myndina Southpaw árið 2015. Þannig gat hann hlustað betur og með dramatískari hætti.

Blaðamaður The Hollywood Reporter fékk að skoða gleraugun hans. Hann lýsti því svo að þegar hann horfði í gegnum gleraugun hafi það helst minnt á þegar maður horfir í gegnum botninn á kókflösku úr gleri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar