fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hefur glímt við mörg áföll í lífinu – „Mér finnst ég ekki vera brjálæðisleg baráttukona eins og fólk er að segja við mig. Mér finnst ég bara vera Magga“

Fókus
Sunnudaginn 30. júní 2024 16:30

Margrét Sigríður Guðmunsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Texti: Svava Jónsdóttir

Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, sem er með MS-sjúkdóminn, og NPA-starfsmaður hjá henni, fatahönnuðurinn Arna Sigrún Haraldsdóttir, hafa fengið þrjá styrki til að vinna að hugmynd Margrétar varðandi að hanna og framleiða föt fyrir hreyfihamlaða. Margrét fór að finna fyrir einkennum rúmlega fertug og hefur undanfarin ár komið reglulega í viðtöl til að segja frá baráttu sinni en Kópavogsbær hætti að veita henni heimaþjónustu fyrir nokkrum árum og þurfti hún að búa um árabil á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. „Mér finnst ég ekki vera brjálæðisleg baráttukona eins og fólk er að segja við mig. Mér finnst ég bara vera Magga. En auðvitað veit ég að ég er búin að brjóta blað á mörgum sviðum og hafa ýmiss konar áhrif sem mér finnst náttúrlega vera frábært.“ Margrét flutti svo í fyrra í nýja íbúð í eigu Öryrkjabandalagsins og frelsið við það að hafa NPA-þjónustu er mikið.

Margrét segir að það hafi verið draumi líkast að fá eigin íbúð og NPA-þjónustu. „Mér fannst ég vera í draumalandi. Ég var komin með NPA-starfsfólk áður en ég flutti inn og þær hjálpuðu mér að flytja og koma öllu fyrir. Mér samdi svo vel við margar af stúlkunum sem unnu á Seltjörn, og þeim við mig, svo þær komu nokkrar að vinna við NPA hjá mér. Það voru mikil gæði fólgin í því að fá þetta starfsfólk sem ég var þegar búin að kynnast og tengjast.“

„Mér finnst ég bara vera Magga“

Mér finnst ég ekki vera brjálæðisleg baráttukona eins og fólk er að segja við mig. Mér finnst ég bara vera Magga. En auðvitað veit ég að ég er búin að brjóta blað á mörgum sviðum og hafa ýmiss konar áhrif sem mér finnst náttúrlega vera frábært. Þar sem ég hef verið í viðtölum svo sem í Kveik þá hefur fólk sem ég þekki ekki neitt gengið að mér svo sem í verslunum og talað við mig. Mér hlýtur að vera ætlað að vera í þessu; miðla áfram og reyna að taka þessu af æðruleysi og vinna að því að hjálpa öðrum. Manni finnst þetta stundum svolítið súrrealískt að það þurfi að vera að gera þetta. En á Íslandi þarf það.“

Margrét hefur ýmislegt lært í gegnum árin á þessari þrautagöngu. „Þetta er ekkert annað en þrautaganga. Maður hefur kynnst ýmsu í gegnum þetta allt saman. Maður hefur lært að þolinmæði er eitt af því sem ég verð að vera með í veganesti gagnvart öllum hlutum. Ætli það sé ekki líka æðruleysi. Það er eitthvað sem maður verður að vera með sér í þessu. Þetta er svo stór pakki. Ef maður ætlaði að vera að velta sér upp úr þessu alla daga þá gerði maður ekkert annað. Mottóið mitt er „brostu framan í heiminn og heimurinn brosir við þér“. Maður fær held ég alltaf til baka ef maður gefur af sér.“

Hjónaskilnaðurinn mikið áfall

Það var í lok sjö mánaða spítaladvalarinnar sem hjónaskilnaður var ákveðinn og segir Margrét að það hafi verið mikið áfall. Hjónin þáverandi höfðu verið saman í 28 ár og gift í 20 ár. „Ég var í lausu lofti. Þetta var á versta tíma lífs míns. Ég var búin að vera þarna innilokuð og ekkert fram undan; vissi ekkert hvað yrði. Skilnaðurinn breytti miklu hvað varðar upplifun mína af hjúkrunarheimilinu því allar forsendur gjörbreyttust. Ég hélt að ég gæti skroppið heim um helgar og að þáverandi maðurinn minn gæti verið af og til með mér á hjúkrunarheimilinu en það sem gerðist varð allt annað.“ Margrét fór á hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði og segir hún að starfsfólk bæði á sjúkrahúsinu og á Droplaugarstöðum hafi hjálpað sér mikið í gegnum skilnaðinn.

Margrét var á Droplaugarstöðum í fjóran og hálfan mánuð en fékk svo varanlega vistun á Seltjörn, hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi, þar sem hún bjó frá 14. desember 2020 til 5. apríl 2023. Margrét var þá búin að sjá að hjúkrunarheimili var á engan hátt rétti staðurinn fyrir sig. „Þjónustuþarfir mínar og annarra hreyfihamlaðra eru allt aðrar en aldraðra. Fyrir utan hvað þetta var dapurlegt félagslega.

Ofangreint er hluti af helgarviðtali DV sem lesa má í heild sinni hér:

Baráttukonan Margrét um baráttuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“