fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Byrjaði á OnlyFans og nær varla endum saman

Fókus
Laugardaginn 22. júní 2024 09:30

Mynd/Instagram @cowgirl6999

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir halda að stofna OnlyFans-síðu sé einföld leið til að þéna mikinn pening á stuttum tíma. En það er hins vegar ekki raunin. Fjölmargar fyrrverandi og núverandi klámstjörnur hafa varað fólk við að byrja í bransanum haldandi að þetta sé auðveldur peningur. Þær segja flestar að þetta sé mikil vinna og alls ekki fyrir alla.

Edda Lovísa Björgvinsdóttir hætti á OnlyFans í fyrra eftir að hafa verið virk á síðunni í tvö ár.

„Þegar ég var nýbyrjuð þá var þetta allt svo spennandi. Það fylgdi þessu peningur og athygli og þetta var allt mjög heillandi. En því lengur sem maður er á þessu því dýpra sekkur maður einhvern veginn og maður fer að hætta að virða sín eigin mörk,“ sagði hún um ákvörðun sína að hætta.

Sjá einnig: Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“

Mynd/Instagram @cowgirl6999

OnlyFans var eins og bóla sem sprakk fyrir nokkrum árum og virðist gríðarlegur fjöldi fólks hafa skráð sig á síðuna. Ein af þeim var hin 25 ára gamla Sarah frá Ástralíu.

„Ég byrjaði í klámi því mig langaði að þéna mikinn pening og ég hélt að þetta yrði auðveld vinna,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.

Planið var að vera í klámi í nokkur ár, safna nógu mikilli upphæð til að stofna eigið fyrirtæki og hætta síðan í bransanum.

Sarah taldi þetta plan vera raunsætt þar sem hún var alltaf að sjá aðrar OnlyFans-stjörnur tala um velgengni sína og hversu mikið þær þéna á mánuði. En raunveruleikinn var allt annar. Í stað fyrir glamúr og glans nær hún varla endum saman.

Mynd/Instagram @cowgirl6999

Sarah opnaði sig um ástandið í mjög einlægu myndbandi á TikTok. Hún sagði að sér liði eins og henni væri að mistakast í lífinu.

„Ég er alveg blönk. Ég missti húsið mitt og já… mér er ekki að ganga vel núna,“ sagði hún og bætti við að hún væri að íhuga að hætta í kláminu og byrja aftur að vinna venjulega dagvinnu.

„Mér finnst eins og ég hafi misst allt út af þessari vinnu. Ég missti vini, fjölskyldumeðlimi og ég er alveg skítblönk,“ sagði hún.

Sarah sagðist samt sem áður njóta þess að búa til efni fyrir OnlyFans. „Þetta er mér að kenna, ég ákvað að gera þetta. Þetta er ekki klámiðnaðinum að kenna,“ sagði hún.

@countrygirlsdoitbetter Replying to @Plumb_God ♬ original sound – sarah t

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama
Fókus
Fyrir 3 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV