Cat Deeley, einn af stjórnendum þáttarins, las upp niðurstöðurnar og sagði að einn af hverjum fjórum einstaklingum viðurkenni að borða mat þegar þeir sitja á klósettinu.
Niðurstöðurnar vöktu athygli meðstjórnenda hennar og Vanessu Feltz sem var gestur þáttarins.
„Ég er í sjokki. Þetta finnst mér hræðilegt. Hvaða foreldrar, vinir eða makar myndu leyfa ástvinum sínum að fara með mat inn á klósettið til að borða hann þar,“ spurði Vanessa.
Tom Swarbrick, sem var einnig gestur í þættinum, tók undir það að þetta væri dálítið sóðalegt. Hann reyndi þó að sýna þessu meiri skilning en Vanessa og sagði að kannski vildi fólk bara aukna skilvirknina í hinu daglega lífi og gera tvo hluti á sama tíma.