fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Þessar tíu reglur eru ástæðan fyrir því að hún hefur aldrei sofið hjá

Fókus
Fimmtudaginn 20. júní 2024 08:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danyelle Noble er 33 ára og hefur hvorki átt kærasta né sofið hjá. Hún er með tíu reglur, eða skilyrði, sem framtíðarmaki hennar þarf að fylgja. Þangað til ætlar hún að vera einhleyp.

Noble er dansari frá Flórída og hefur alltaf liðið vel ein. Hún segir í samtali við News.com.au að hún sé að leita sér að maka en hún sé ekki tilbúin að sætta sig við hvern sem er.

„Það eru tíu hlutir sem ég leita eftir í fari karlmanna. Makinn minn þarf að vera fjölskyldumiðaður, einlægur, góðhjartaður, hávaxinn, í formi, elska ferðalög, elska útivist, áræðinn, aldrei hafa verið giftur, vera með góðan húmor, hafa stöðugleika og sýna mér virðingu.“

„Ég var vön að skammast mín að segja fólki að ég sé hrein mey. Ég var vön að ljúga, en ég veit núna að það er ekkert að því og að margir karlmenn kunna að meta það,“ segir hún.

Danyelle Noble told how she has always been happy on her own and despite wanting a relationship, she's not ready to settle for just anyone, not even for a one-night stand. Picture: @fashionablynoble/Caters News

Þegar Noble var yngri hafði hún engan áhuga á því að fara á stefnumót og einbeitti sér frekar að náminu heldur en strákum.

Hún segir að strákarnir í skólanum hennar hafi líka aldrei boðið henni á stefnumót og þess vegna hafi hún aldrei þurft að taka almennilega ákvörðun um það. Þegar hún varð eldri sá hún vinkonur sínar fara á stefnumót og sofa hjá og Noble langaði ekki að feta í þeirra fótspor, hún vildi ekki eitthvað merkingarlaust.

En nú vill hún fjölskyldu og er því að leita að framtíðarmaka. Hann þarf þó að uppfylla þessi tíu skilyrði sem voru nefnd hér að ofan en Noble hefur ekki tekist að finna karlmann sem gerir það, ekki enn sem komið er.

„Ég er mjög vandfýsin, ég veit hvað ég vil. Ég er með háa standarda og ég er ekki að leika mér. Ég er ekki hérna til að hitta gaura og sofa hjá þeim. Margar vinkonur mínar nota stefnumótaforrit og fara heim með gaurum eftir fyrsta stefnumótið, en það er ekki ég,“ segir hún.

Noble segir að hún vilji ekki giftast bara til að skilja, eins og foreldrar hennar gerðu fyrir áratug.

„Ég vil mann og fjölskyldu en ég vil bara vera viss um að ég finni þann eina rétta. Að hann hafi sömu gildi og ég, að hann viti hvað hann vill út úr lífinu og vill gera allt það sama skemmtilega og ég. Ég vil ekki bara sætta mig við eitthvað.“

Hún ætlar að leita að draumamanninum utan landsteina. „Bandaríkin eru ekki að virka, en ég veit að Guð er með plan.“

Noble er virk á Instagram og TikTok og birtir reglulega myndbönd um lífið sem einhleyp kona á fertugsaldri.

@danyellenoble 👏👏👏 #relatable #fyp #single #facts #singleinyour30s #datinginyour30s #neverhadaboyfriend ♬ feather on SNL – aimee ❀

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð