fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Ótrúr eiginmaður stefnir Apple eftir að síminn hans kom upp um framhjáhaldið

Fókus
Föstudaginn 14. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaður hefur stefnt tæknirisanum Apple fyrir dóm eftir að skilaboð, sem hann hafði eytt út af símanum sínum, birtust á tengdu tæki og komu upp um framhjáhald hans.

Maðurinn segir að það skorti á gagnsæi um afdrif skilaboða sem er eytt af símtækjum. Þessi yfirsjón fyrirtækisins hafi orðið til þess að eiginkona mannsins hefur nú sótt um skilnað eftir að hafa komist að því að hann hafði reglulega keypt sér vændi.

Maðurinn, sem kýs að njóta nafnleyndar, segir í samtali við The Times að hann hafi keypt þjónustu vændiskvenna undanfarin ár og notað í þeim viðskiptum forritið iMessage á farsíma sínum til að skipuleggja vændiskaupin. Hann hafi svo falið slóð sína með því að eyða skilaboðunum jafnóðum.

Fjölskyldan er með borðtölvu frá Apple á heimilinu og skilaboðin birtust þar þó þeim hafi verið eytt af farsímanum. Þannig komst eiginkona hans að öllu og varð skiljanlega ósátt.

„Ef þér er sagt að skilaboðum hafi verið eytt þá á maður að geta trúað því að þeim hafi verið eyt. Þetta er sárt og stingur enn mjög mikið. Þetta var hrottaleg leið fyrir konu mína til að uppgötva þetta. Ég hugsa að ef ég hefði getað rætt við hana í rólegheitunum um þetta allt þá hefði hún ekki brugðist ókvæða við og þá væri ég kannski enn giftur í dag.“

Maurinn segir að það sé mjög streituvaldandi að skilja, sérstaklega þegar börn eru í spilinu.

„Að mínu mati er þetta Apple að kenna því þeir sögðu mér að skilaboðunum hefði verið eytt þegar það var ekki rétt. Ef tilkynningin hefði sagt að skilaboðunum hefði bara verið eytt á þessu tiltekna tækni þá hefði það verið betra“

Lögmaður mannsins segir að Apple hafi ekki komið notendum sínum í skilning um hvað verði um skilaboðin sem þeir móttaka og senda, hvað þá þau skilaboð sem er eytt. Það sé misvísandi að staðfesta að skilaboðum hafi verið eytt ef slíkt gerist aðeins á því tiltekna tækni sem þeim er eytt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“