fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Enn einn sigurinn hjá Kleina og Hafdísi – Löngum samningaviðræðum við erlenda viðskiptajöfra lokið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 12:29

Hafdís og Kleini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson skipti um forsíðumynd á Facebook á dögunum og skrifaði með: „ENN EINN SIGURINN.“

DV heyrði í Kleina til að forvitnast um hvað hefði gengið svona vel, en margir bíða spenntir eftir að vita hvaða fyrirtæki hann og unnusta hans, Hafdís Björg Kristjánsdóttir, eru að koma á laggirnar hérlendis.

Kleini sagði í samtali við DV að hann gæti ekki gefið upp allt en var tilbúinn að deila smá með okkur.

„Um helgina munum við fagna okkar nýjasta sigri til þessa, því eftir langar samningaviðræður við erlenda viðskiptajöfra þá hefur loksins náðst samkomulag fyrir okkar framtíðarplan,“ sagði hann.

Áhugasamir þurfa að bíða aðeins lengur en þau munu gefa frekari vísbendingar um hvers sé að vænta á samfélagsmiðlum sínum á næstunni.

Smelltu hér til að skoða Instagram hjá Hafdísi og Instagram hjá Kleina, sem er einnig með TikTok.

Eitthvað nýtt og spennandi

Athafnaparið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Þau voru gestir í Fókus, spjallþætti DV, í febrúar og ræddu um pásuna, hvað þau hafa verið að gera og hvað sé fram undan.

Þau sögðu að fyrsti mánuðurinn hafi farið í að „leggja niður planið“ og skipuleggja. „Við nýttum tímann sjúklega vel. Við vorum að ferðast og kúpla okkur frá áreitinu. Við gerðum helling,“ sagði Hafdís.

„Við vorum að gera samninga úti, gerðum samninga hérna heima. Öll tölvuvinna, þetta tók engan tíma því maður var ekki með hugann í öllu hinu.“

Þau vildu ekki gefa of mikið upp um hvers konar samninga, við hvern og um hvað en gáfu nokkrar vísbendingar.

„Við erum að gera samninga um alls konar. Við erum að fara að opna fyrirtæki,“ sagði Hafdís.

„Við ætlum að opna nokkur ný batterí á Íslandi, við getum orðað það þannig,“ sagði Kleini. „Aðeins að bjóða upp á meira á þessum litla klaka okkar.“

Horfðu á þáttinn með Hafdísi og Kleina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“