fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Michael Mosley hafði áhyggjur af því að hann yrði ekki gamall

Fókus
Þriðjudaginn 11. júní 2024 15:30

Hvarf breska læknisins Michael Mosley á grísku eyjunni Symi vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum. Hann fannst látinn eftir umfangsmikla leit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsmanninum og lækninum Michael Mosley, sem fannst látinn á grísku eyjunni Symi um helgina, var umhugað um heilsu sína og óttaðist að deyja ungur eins og faðir hans.

Mosley fannst látinn fimm dögum eftir að hann skilaði sér ekki heim úr gönguferð á grísku eyjunni. Talið er að Mosley hafi örmagnast í hitanum á eyjunni samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar.

Daily Star rifjar upp viðtal sem Mosley veitti breska blaðinu Telegraph árið 2016, en þar varpaði hann ljósi á ákveðna staðreynd varðandi karlmenn í fjölskyldu hans. Benti hann á að enginn þeirra hefði náð meira en 72 ára aldri.

Mosley ræddi föður sinn sérstaklega en hann hafði þróað með sér sykursýki rúmlega fimmtugur og lést af völdum hjartaáfalls skömmu eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem fjarlægja átti blöðruhálskirtilinn.

Mosley segist ekki hafa viljað enda eins og faðir sinn sem náði aldrei að sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. Segir Mosley að dauði föður hans hafi gert það að verkum að hann ákvað að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.

„Ég hugsaði með mér að þetta væri ekki sú leið sem ég vil fara. Þegar pabbi hætti að vinna þá sat hann í sófanum allan daginn og horfði á íþróttir sem var mjög slæmt fyrir hann,“ sagði Mosley sem lærði læknisfræði en starfaði lengst af í fjölmiðlum auk þess að skrifa vinsælar bækur um heilsu og næringu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur