fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

„Ég hef verið að taka smáskammta af marijúana og svo líka smáskammta af sveppum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 13:30

Egill Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Ólafsson tónlistarmaður segist finna jákvæðan mun á sér með því að notast við smáskammtalækningar til að vinna á einkennum Parkinson sjúkdómsins. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist notast við allar meðferðir sem geti hjálpað honum, bæði hefðbundnar lækningar, hreyfingu og smáskammtalækningar til þess að eiga við sjúkdóminn.

„Ég trúi á smáskammtalækningar og það er hluti af því sem hefur gefið mér von. Ég hef verið að taka smáskammta af marijúana og svo líka smáskammta af sveppum. Fyrst og fremst til þess að losa mig við heilaþokuna af því að þetta í raun heilahrörnunarsjúkdómur. Mér finnst sveppirnir gera mér gott og hjálpa til við að taka heilaþokuna í burtu. Svo bindur maður líka vonir við nýjustu rannsóknir sem eru í gangi. Ég trúi því að það verði gerðar uppgötvanir sem muni hjálpa til. Ég er líka þakklátur að ég veiktist ekki fyrr. Ég var nánast hættur að vinna þegar ég greindist með sjúkdóminn. Þetta er stundum svolítið eins og að verða barn aftur. Maður þarf að taka sér miklu meiri tíma í alla hluti. Kosturinn við það að þurfa að hægja svona mikið á sér er að maður gerir bara einn hlut í einu og tekur meira eftir litlu hlutunum í tilverunni. Ég er farinn að sjá heiminn í hægara ljósi og dvel lengur við hluti. Ég tek mér kannski 1-2 klukkutíma í að gera það sem aðrir gera á korteri. Ég verð að sættast við þetta og reyna að taka það jákvæða út úr því að tilveran sé orðin svona mikið hægari,“ segir hann.

Tengdist pabba sínum aftur á dánarbeðinu

Egill ræðir í þættinum um uppvöxtinn og foreldra sína. Hann missti á tímabili samband við pabba sinn, en segir þá hafa náð mjög vel saman á dánarbeði föðurins.

„Pabbi minn var stalínisti sem trúði á byltinguna og stóð með þeim lægst settu. Ég fékk til dæmis ekki að fara í skátana, af því að pabbi sagði það vera borgaraher,“ segir hann og heldur áfram:

„Móðir mín var öðruvísi en hann, en var líka hörkutól og hún stóð alltaf þétt við bakið á mér. Hún var akkerið á meðan pabbi kom og fór. Hann kom oft heim með ódýran vodka í maganum af sjónum og þá lá hann bara örendur. En hann var góður maður og ég minnist hans með hlýju. En þegar mamma og pabbi skildu þá stóð ég með mömmu.“

„Við pabbi náðum aftur saman á dánarbeði hans. Þá ræddum við um heima og geima og fórum yfir lífið og tilveruna. Hann ræddi mikið um barnæskuna og sagði mér til dæmis frá því þegar hann fékk berkla sem barn og það voru hoggin þrjú rifbein og lungun þurrkuð. Hann var átta ára gamall og 9 af 11 á stofunni hans dóu. Hann horfði upp á það sem barn og var fastur inni á spítala í heilt ár. Þú getur rétt ímyndað þér að vera barn og ganga í gegnum það að vera heilt ár á sjúkrahúsi og mega ekki hitta fjölskylduna og horfa upp á vini sína deyja. Ég held að þetta hafi markað alla hans ævi.”

Horfir sáttur yfir farinn veg

Egill segist í þættinum horfa sáttur yfir farinn veg, en hefur hvergi lagt árar í bát og heldur áfram að skapa list. Hann segist vona að með því að tjá sig opinskátt hafi hann ef til vill jákvæð áhrif á einhverja sem eru að glíma við veikindi eða erfiðleika.

„Ég bara óska þess að allir þeir sem eru að glíma við veikindi af einhverjum toga geti náð að tileinka sér það að gera það besta úr stöðunni og halda áfram að vera til. Það er auðvelt að gefast upp og leggjast í kör, en lífið er þess virði að takast á við það, alveg sama hve erfitt það er. Maður verður að halda í vonina og halda áfram. Ég er ekki hættur að skapa. Ég kem með plötu í haust sem ég er að gera með gömlu skólahljómsveitinni. Síðan er ég með plötu sem var tekin upp á sextugsafmælinu mínu sem fer að koma út. Svo er það ljóðabókin sem ég er að skrifa sem fer að fara í prentun. Það kemur að því að maður setur punktinn á bak við músíkina, en þá tekur eitthvað annað við.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Egil og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kántrýstjarnan dauðfeginn að vera laus við eiginkonuna eftir sjö mánaða hjónaband – „Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann“

Kántrýstjarnan dauðfeginn að vera laus við eiginkonuna eftir sjö mánaða hjónaband – „Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Bridgerton ekki sáttir með breytingar í nýjustu þáttaröðinni – „Ég ætla að hætta að horfa“

Aðdáendur Bridgerton ekki sáttir með breytingar í nýjustu þáttaröðinni – „Ég ætla að hætta að horfa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að það gæti reynst dýrkeypt að gera þessi mistök á Íslandi

Segir að það gæti reynst dýrkeypt að gera þessi mistök á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar er einkakokkur fyrir moldríka ferðamenn – Það gæti komið þér á óvart hvað þeir vilja borða

Ívar er einkakokkur fyrir moldríka ferðamenn – Það gæti komið þér á óvart hvað þeir vilja borða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef Brynjar myndi stofna fyrirtæki þá myndi hann ráða þennan hóp af fólki – „Eiginlega af prinsipp ástæðum“

Ef Brynjar myndi stofna fyrirtæki þá myndi hann ráða þennan hóp af fólki – „Eiginlega af prinsipp ástæðum“