fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Björn Berg fjármálaráðgjafi varar Íslendinga á Tenerife við – Ef þú sérð þetta á matseðlinum skaltu passa þig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Berg fjármálaráðgjafi hvetur Íslendinga til að hafa varann á þegar þeir ferðast erlendis en sumum hraðbönkum er ekki treystandi. Það getur verið erfitt að segja til um hvaða hraðbanka er öruggt að taka út seðla en Björn kom með einfalt ráð í hlaðvarpsþættinum Götustrákar á Brotkast. Nútíminn greindi frá.

„Ef þú ert einhvers staðar þar sem þú sérð matseðil með ljósmyndum af matnum, þá er einhver hraðbanki þar rétt hjá sem er að fara að svindla á þér,“ sagði Björn. Slíkir staðir eru mjög vinsælir í sólarlöndum, eins og Tenerife sem er mjög vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum.

„Passaðu þig á þessu. Það eru þessir hraðbankar sem eru á mjög aðgengilegum túristastöðum. Það er verið að bjóða þér eitthvað hrikalegt gengi og þú vilt heldur ekki vera að fá slæmt gengi á kortið þitt ofan á krónuna í ofanálag.“

Getur verið rándýrt

Sumir hraðbankar rukka ævintýralegt gjald en fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal kom illa út úr slíkum hraðbankaviðskiptum.

Björn segir að hann hafi heyrt Audda segja söguna í hlaðvarpinu Blökastið. „Hann ýtti bara á „yes“ og „yes“ og „yes.““

Auddi tók út hundrað þúsund krónur en þurfti að borga hátt í 20 þúsund krónur aukalega.

„Út af því að hann ýtti á „yes“ að þá samþykkti hann að borga 17 prósent. Svo var einhver með honum sem tók út 100 þúsund krónur og ýtti bara á „no“ og borgaði ekki neitt.“

Þáttinn í heild sinni má nálgast á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“