fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Bubba ofboðið eftir allt hatrið – „Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin?“

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 15:27

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi segir að netofbeldinu sem er beint gegn stuðningsfólki Katrínar Jakobsdóttur sem komið út fyrir velsæmismörk. Hatrinu hafi rignt yfir hann undanfarna daga og staðan sú að fólk veigri sér við því að styðja Katrínu opinberlega af ótta við sömu örlög.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Katrín er umdeildur frambjóðandi hafa margir sett sig á móti því að forsætisráðherra hoppi úr ráðuneyti sínu yfir á Bessastaði til að veita aðhaldi ríkisstjórninni sem hún fór áður sjálf fyrir. Bubbi greinir frá því að Facebook að vissulega sé öllum frjálst að hafa sínar eigin skoðanir. Fólk þurfi þó að virða að aðrir hafi rétt til þess að vera þeim ósammála. Hann greinir frá því að hatri hafi rignt yfir hann á samfélagsmiðlinum frá því að hann lýsti yfir stuðningi við Katrínu og orðbragðið slíkt að hann verði að velta því fyrir sér hvað fái fólk til að haga sér með þessum hætti.

„Hvað fær fólk til að senda ljót skilaboð, krefja mann um skýringar, hóta manni, ógna manni? Fara inn á heimasíðu manns með dólg, viðhafa orðbragð sem viðkomandi myndi aldrei nota heima hjá sér? Dæmi: Hvað fékkstu borgað fyrir að sleikja hóruna? Ertu að borga fyrir listamannalaunin? Söngstu ekki um hommana, viðbjóðurinn þinn? Ertu að móti þeim núna? Og margt fleira sem er ekki hafandi eftir. Þetta er stöðugt áreiti frá því að ég lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar.

Aldrei dytti mér til hugar að fara inn á síður hjá öðrum með dólg líkt og fólk gerir hjá mér. Ég skulda engum neitt, hvað þá skýringar. Það kveður svo rammt að þessu að fólk veigrar sér við að lýsa yfir stuðningi við framboð Katrínar opinberlega því það er ráðist á það um leið. En frelsi til að velja sér frambjóðanda á að virða, sama hver á í hlut. Netofbeldið sem er verið að beita gegn þeim sem styðja Kötu er komið út fyrir öll mörk og það er lítið lýðræði í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný