fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Þekktur leikari skotinn til bana

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2024 07:57

Johnny Wactor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Johnny Wactor var skotinn til bana í miðborg Los Angeles á laugardag. Wactor, sem var 37 ára, var einna best þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni General Hospital.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Wactor hafi komið að þremur mönnum sem voru að reyna að fjarlægja hvarfakútinn úr bifreið hans. Um er að ræða hluta af pústkerfi bílsins og getur nýr slíkur kútur kostað nokkur hundruð þúsund krónur.

Málsatvik eru óljós en einn þessara þriggja manna dró upp skotvopn og skaut Wactor. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en úrskurðaður látinn við komuna þangað. Byssumaðurinn er enn ófundinn.

Wactor lék í tæplega 170 þáttum af General Hospital á árunum 2020 til 2022 sem hafa verið sýndir frá árinu 1963. Þá lék hann í þáttunum Army Wives, Westworld og Criminal Minds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig