fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið við kosningalag Jóns Gnarrs þar sem gamalt lag fær nýtt líf – „Gefum honum von o-o-ó“

Fókus
Föstudaginn 24. maí 2024 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einvala lið tónlistarfólks hefur slegist í för með forsetaframbjóðandanum Jóni Gnarr og hvetja fólk til að gefa Jóni, sem er ekki að mælast efstur í skoðanakönnunum, von.

„Góðir Íslendingar. Ég er að bjóða ykkur upp á mig, Jón Gnarr, sem næsta forseta Íslands. Og ef þið ætlið bara í alvörunni að afþakka það kostaboð, þá er bara ekki allt í lagi. Í alvöru talað. Þá þurfum við bara öll aðeins að hugsa okkar gang,“ segir Jón í myndbandi þar sem Sigurjón Kjartansson, Óttar Proppé, urður Hákonardóttir, Emmsjé Gauti, Karl Sigurðsson Baggalútur, Króli, Heiða, Jóga Gnarr, Vilhjálmur B. Bragason, Ragnhildur Gísladóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Úlfur Eldjárn, Halldór Eldjárn og Flosi Þorgeirsson skora á Íslendinga að gefa Jóni Gnarr von og kjósa hann.

Áður en Jón Gnarr var forsetaframbjóðandi og jafnvel áður en hann varð borgarstjóri, þá var hann Tvíhöfði. Ein frægasta afurð gullára útvarpsþátta hans og Sigurjóns Kjartansson var lagið „Gefum honum von“. Lagið fjallaði um sorglegan og blákaldan veruleika öldungsins Adrian Nigelsons sem glímdi við erfiðan sjúkdóm – ellina, og óskaði eftir stuðningi svo hægt væri að lækna hann áður en hann gerði unga eiginkonu sína að ekkju.

Nú hefur lagið hlotið nýtt líf og nú er það Jón sjálfur sem biður um von, fyrir „miðaldra mann sem færi á Bessastaði ef hann gæti“ og sem sé alltaf kátur og glaður, jafnvel þó hann sé tognaður á fæti.

Lagið má heyra hér fyrir neðan og svo má sjá myndbandið á framboðssíðu Jóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025