fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 11:11

Vala er allt annað en sátt við nýjan skemmtiþátt í umsjón Odds Ævars Gunnarssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vegan og annálaður dýravinur, er allt annað sátt við nýjan skemmtiþátt Vísis í tilefni af forsetakosningum. Þátturinn, sem ber heitið Af vængjum fram, heggur í sama knérunn og hinu heimsfrægu YouTube-þættir Hot Ones, en þar koma gestir í viðtal og borða sífellt sterkari kjúklingavængi sem kallar fram margskonar viðbrögð. Ásdís Rán var gestur fyrsta þáttar sem er í umsjón gleðigjafans Odds Ævars Gunnarssonar.

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs, að fá forsetaframbjóðendur til að borða kjúklingavængi í boði „Just wingin it” og spjalla,“ segir Valgerður, eða Vala, í færslu á Facebook-síðu sinni og telur frambjóðendurna skorta samkennd.

Finnst skorta samkennd

„Það er sorglegt að þeir skuli taka þátt í slíku og að enginn forsetaframbjóðandi hafi snefil af samkennd með dýrum í verksmiðjubúskap, étandi SS pylsur og kjúklingavængi til að auglýsa sig eins og það sé hluti af „menningu íslendinga” og til að gera þau meira „relatable”,“ skrifar Vala.

Segist hún ennfremur sakna þess að frambjóðendur ræði dýravelferð í kosningarbaráttunni „eða mikilvægi þess að vernda íslensk vistkerfi og friða dýr sem eru á leið í útrýmingarhættu eins og melrakka, lunda, sel og hvali.“

„Það er hræsni sem felst í því að kalla sig dýravin því þú átt gæludýr en gefa svo skít í önnur dýr og velferð þeirra. Ég hélt að við værum komin lengra sem þjóð, að hin mikla umræða um hvalveiðar, blóðmerar og aðstæður dýra í verksmiðjubúskap hefði síast inn í meðvitund fólks og að það tæki afstöðu með dýrum sem mega lifa miklar þjáningar að óþörfu. Með þessu áframhaldi mun ég skila auðu, ég mun amk. ekki kjósa neinn sem tekur þátt í þessu útspili einkafyrirtækis til að auglýsa sig,“ skrifar Vala ennfremur.

Hér má lesa færslu varaþingmannsins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni