fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:30

Stöllurnar Sigler og Applegate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jamie-Lynn Sigler segist vera í miklu uppnámi vegna þeirrar tískubylgju sem er í gangi með lyfið Ozempic. Gagnrýnir hún „heilbrigt og fullkomið“ fólk fyrir að misnota megrunarlyfið í hlaðvarpi hennar og leikkonunnar Christina Applegate, MeSsy, og viðurkennir Sigler að málefnið hafi triggerað hana.

„Ég er pirruð á sjálfri mér að ég sé að viðurkenna þetta. Það fer í taugarnar á mér. Ég vildi að mér væri alveg sama.“

Þær stöllur eru báðar greindar með MS og hafa einnig báðar glímt við og deilt eigin reynslu af líkamsímyndarvandamálum og átröskunum. Sigler segir Ozempic hafa hjálpað vinum sínum sem hún hefur séð „berjast við þyngd sína í mjög, mjög, mjög langan tíma.“

„Ég hef séð lyfið gera mikið fyrir þá og ég er svo ánægð fyrir þeirra hönd,“ sagði hún. „Ég hef líka séð vini mína, sem voru fallegir og heilbrigðir og fullkomnir, misnota Ozempic og það kemur mér í uppnám.“

Sigler segir einnig að fjölgun notenda sem taka lyfið virðist tákna bakslag jákvæðrar líkamsímyndar. „Það var eins og við værum á þessari leið að styrkja jákvæða líkamsímynd, og allar stærðir og húðlit, en allir líta eins út núna,“ sagði hún.

Vinkonurnar voru nýlega saman í forsíðuviðtali People

Applegate tók undir með Sigler og bætti við að notkun lyfsins hafi orðið til þess að fólk hafi „fölnað“. „Fyrir konur þarna úti sem eru að hlusta, því þynnra sem andlit þitt er, því eldri lítur þú út. Ekki það að það sé slæmt að vera gömul! Að eldast með reisn er fallegt.“

Árið 2022 greindi Applegate frá því að hún hefði bætt á sig 40 kílóum og gæti ekki gengið án stafs eftir að hún fékk MS greiningu árið 2021. Í þættinum opnaði Applegate sig einnig um að þurfa að samþykkja breytingar á líkama hennar vegna sjúkdómsins.

„Ég lít ekki í spegla. Ég er með texta á öllum speglum heima svo ég horfi ekki í þá. Vegna þess að þá myndi ég bara hníga niður og gráta. Þannig líður mér núna,“ segir Applegate. Hún segist hafa þjáðst af lystarstoli á yngri árum þegar hún lék aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Married With Children. Hún segist í dag ekki vilja vera grönn en langi til þess að passa í gömlu fötin sín aftur.

Applegate í hlutverki sínu í Married With Children

„Ég er ekki að vinna. Ég á fullan skáp af fötum sem ég get ekki klæðst og ég fæ enga peninga inn. Ég vil ekki eyða peningum í ný föt. Ég myndi bara vilja klæðast þeim sem ég á nú þegar,“ segir Applegate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát