fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2024 12:30

Elísabet Bretadrottning. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gefur að skilja lifði Elísabet drottning Bretlands, frá 1952-2022, alla tíð við bestu mögulegu aðstæður og var vön því að vera í aðstöðu til að gæða sér á dýrindis mat og drykk. Stundum vildi hún þó vera svolítið eins og þau í hópi landa hennar sem dags daglega væru líklega kölluð venjulegt fólk. Þetta gerði hún til dæmis við og við með því að gæða sér á þeim skyndibita sem segja má að sé sá réttur sem flestum dettur í hug þegar spurt er hvað sé dæmigerður breskur skyndibiti.

Drottningin sáluga gerði þetta einkum þegar hún dvaldi í uppáhalds kastalanum sínum, Balmoral í Skotlandi. Hún fór þá aldrei í eigin persónu til að kaupa skyndibitann heldur sendi einn af þjónum sínum.

Mirror greinir frá þessu og segir að sjálfsögðu hafi verið um að ræða fisk og franskar (e. fish and chips), þjóðarskyndibita Breta, sem keypt hafi verið í bænum Ballater sem er í nágrenni Balmoral.

Drottningin sáluga var þó opin fyrir því að gæða sér á skyndibita sem á sér rætur í öðrum löndum en hún pantaði sér stundum kebab ekki síst þegar hún dvaldi í Sandringham kastala í Norfolk-héraði í Suðaustur-Englandi. Var þá iðulega hringt á kebabstað í nágrenninu og pötunin var síðan send í kastalann.

Þegar kemur að smekk helstu meðlima konungsfjölskyldunnar, sem enn lifa, fyrir skyndibita þá er Vilhjálmur prins af Wales hrifnastur af hamborgurum og pítum. Eiginkona hans Katrín prinsessa kýs helst vel kryddaða rétti. Kamilla drottning er, eins og Elísabet heitin tengdamóðir hennar, helst fyrir fisk og franskar. Hún segir lyktina afar góða og að ekkert jafnist á við þennan sígilda rétt. Karl konungur er sagður mest gefinn fyrir pizzur og þá helst margaríta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“