fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Hver verður næst?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FKA Framtíð kynnir með stolti viðburðinn „Hver verður næst?“ sem miðar að því að vekja athygli á kvenforstjórum fyrirtækja í íslensku kauphöllinni. 

Ráðstefna FKA Framtíðar „Hver verður næst?“ fer fram í húsakynnum VÍS miðvikudaginn 17. apríl kl. 16. Viðburðurinn er styrktur af VÍS, eins og segir í tilkynningu frá FKA. 

FKA Framtíð er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Deildin leggur mikla áherslu á virka tengslanets uppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna. FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. FKA Framtíð trúir því að saman séum við sterkari. 

„Við í stjórn FKA Framtíð, erum alltaf að leita að kvenkyns fyrirmyndum, þema vetrarins er „Sterkari þú!“ og okkur fannst því tilvalið að leita til kvenkyns forstjóra skráðra félaga á Íslandi – þú finnur varla meiri neglu!“ segir Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir formaður FKA Framtíðar. 

„Það er nokkuð ljóst að við þyrftum að leigja Háskólabíó eða jafnvel Laugardalshöllina til að koma öllum karlkyns forstjórum skráðra félaga á eina ráðstefnu, en sagan er önnur fyrir kvenkyns forstjóra á skráðum markaði. Aðeins átta konur hafa verið í forstjórastólnum í Kauphöllinni á Íslandi í sjö félögum. Á tímabili voru fleiri sem báru nafnið „Finnur“ og „Árni“ sem forstjórar í Kauphöllinni á Íslandi. Og í dag árið 2024, eru aðeins fjórar konur forstjórar af 26 félögum í Kauphöllinni á Íslandi“. 

Á viðburðinum munu þrjár af kvenforstjórum fyrirtækja sem skráð eru í íslensku kauphöllina vera með erindi, þær Herdís Fjeldsted forstjóri SÝN, Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS og Ásta Fjeldsted forstjóri Festi. Þessar öflugu konur munu deila með okkur reynslu sinni og þeim áskorunum sem þær hafa mætt á vegferð sinni í forstjórastólinn. Hver verður næst í forstjórastólinn í Kauphöllinni á Íslandi og hvað getum við gert til að breyta þessu? 

Að loknum erindum forstjóranna þriggja taka við pallborðsumræður með fyrrum kvenforstjórum í skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Til okkar koma þær Sigrún Ragna Ólafsdóttir fyrrverandi forstjóri VÍS, Ragnhildur Geirsdóttir núverandi forstjóri RB og fyrrverandi forstjóri FL Group, og Birna Einarsdóttir fyrrverandi forstjóri Íslandsbanka. Umræðurnar miða að því að kafa dýpra í þær áskoranir sem voru á vegi þeirra áður en þær settust í forstjórastólinn. Það verður án efa dýrmætt fyrir framtíðar kvenleiðtoga að heyra frá vegferð þessara kvenna. Hvernig þær náðu að brjóta glerþakið. Hvernig getum við skapað fleiri kvenfyrirmyndir. 

Ásta Dís Óladóttir dósent við Viðskiptafræðideild og stjórnarformaður MBA náms við HÍ, hefur mikið skrifað um þessi málefni, meðal annars í áramótablaði Vísbendingar og en þar skrifar hún meðal annars „Að í september 2022, í fyrsta sinn frá árinu 2005, að kona var ráðin í stól forstjóra, er Ásta S. Fjeldsted tók við sem forstjóri Festi. Það liðu því 17 ár á milli ráðninga á konu í forstjórastól skráðs félags,“. 

„Yfirskrift viðburðarins „Hver verður næst?“ felur í sér áskorun frá okkur í FKA Framtíð til næstu kynslóðar kvenleiðtoga“ segir Sólveig Ragnheiður. „Með því að hlusta á reynslusögur þeirra sem hafa rutt veginn og heyra þeirra áskoranir og sigra vonumst við til að viðburðurinn muni hvetja ungar og efnilegar konur til að stíga fram í leiðtogahlutverkum.“ 

Umfram allt á þessi ráðstefna að vera hvetjandi og uppbyggileg – horfum til framtíðar og setjum stefnuna hátt í að ná kynjajafnrétti forstjóra í Kauphöllina innan 10 ára! 

„Við hlökkum til að sjá sem flestar konur á viðburðinum í VÍS á miðvikudaginn. Aldrei of seint að skrá sig í félagið en 50% afsláttur er af félagsgjöldum, kvenna undir 30 ára aldri.“

Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má nálgast inni á heimasíðu FKA.

Stjórn FKA Framtíða skipa:
Árdís Hrafnsdóttir,
Ester Sif Harðardóttir
Karlotta Halldórsdóttir
Maríanna Finnbogadóttir
Sigríður Inga Svarfdal
Sjöfn Arna Karlsdóttir
Sólveig R Gunnarsdótti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því