fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Vilhjálmur rýfur þögnina – Samsæriskenningar um heilsu eiginkonunnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins rauf þögnina um samsæriskenningar sem hafa verið á sveimi undanfarið um bataferli eiginkonu hans, Katrínar hertogaynju, eftir að hún gekkst undir kviðarholsaðgerð í janúar.

„Fókus hans er á vinnu sína en ekki á samfélagsmiðlum,“ sagði talsmaður prinsins í yfirlýsingu í gær. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að margir hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna Katrínar, en hún hefur aðeins sést einu sinni opinberlega síðan í janúar.

Í yfirlýsingu frá Kensington Palace í janúar var greint frá því að aðgerð Katrínar hefði verið skipulögð, en Page Six greindi síðar frá að jafnvel nánustu aðstoðarmenn hennar hafi ekki vitað af aðgerðinni. Í febrúar kom síðan önnur yfirlýsing þar sem greint var frá því að Katrín væri á góðum batavegi, en frekari upplýsingar voru ekki gefnar af virðingu fyrir friðhelgi einkalífs hennar.

Strax var greint frá að Katrín myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska, en netverjar eru þegar orðnir óþolinmóðir og hafa birt óteljandi kenningar um af hverju hún er svona lengi fjarverandi. Hafa kenningar snúist um allt frá því að Katrín hafi gengist undir lýtaaðgerð og til þess að hún hafi verið í dái.

Samsæriskenningar um að veikindi Katrínar séu alvarlegri en konungsfjölskyldan vill vera láta fengu síðan byr undir báða vængi fyrir rúmri viku þegar Vilhjálmur átti að mæta á minningarathöfn fyrir guðföður sinn heitinn, Konstantínus II., konung Grikklands, en hætti skyndilega við „af persónulegum ástæðum.“

Katrín sló þó aðeins í samsæriskenningum netverja þegar sást til hennar 3. mars síðastliðinn, þar sem hún sat með sólgleraugu í farþegasæti bíls sem móðir hennar, Carole Middleton ók, nálægt Windsor-kastala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli