fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Ekkja frægs hellakönnuðar fyrir miklu áreiti vegna nýja mannsins – „John var betri!“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 22:00

John og Emily. Hún gekk með barn hans undir belti þegar hann festist í hellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkja manns sem lést á hræðilegan hátt þegar hann festist inni í helli árið 2009 hefur mátt þola svívirðingar á samfélagsmiðlum allar götur síðan. Einkum vegna þess að hún giftist aftur og hélt áfram með líf sitt.

Konan heitir Emily Jones Sanchez og var gift hellakönnuðinum John Edward Jones sem lést í hellinum Nutty Putty í Utah fylki í Bandaríkjunum í nóvembermánuði árið 2009. Emily var þá ófrísk af öðru barni þeirra.

Fastur í „fæðingarveginum“

Málið vakti mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma. En John, sem var 26 ára gamall, skreið niður í þröngan afkima hellisins sem kallast „fæðingarvegurinn.“ Hann sat þar fastur á hvolfi í 25 klukkutíma áður en hann lést vegna þrýstingsins. Björgunaraðgerðir voru reyndar en reyndust árangurslausar.

Það var ekki einu sinni hægt að sækja lík John vegna þeirrar hættu sem það skapaði björgunarfólki sem þurfti að skríða langa leið í mjög þröngum hellinum. Líkið hefur því setið fast í hellinum í bráðum fimmtán ár. Hellinum var innsiglað eftir slysið og óheimilt er að fara inn í hann.

Ómögulegt reyndist að bjarga John. Hann sat pikkfastur lengst inni í hellinum.

Eftir dauða John eignaðist Emily soninn sem hún bar undir belti. Seinna kynntist hún öðrum manni, Donovan Sanchez, og eignaðist barn með honum.

Emily hefur nú greint frá því í viðtali við staðarblaðið Deseret News að hún verði fyrir stöðugu áreiti á samfélagsmiðlum, aðallega frá ókunnugu fólki.

Ljót og skrýtin skilaboð

Í athugasemd við eina mynd sem Emily birti af sér og eiginmanni sínum árið 2020 skrifaði einn einstaklingur: „John var betri!“ og „HÍF John. Ef ég væri eiginkona þín hefði ég aldrei fundið annan svona fljótt og myndi vera að deila þinni sögu og þínu lífi, birta færslur um þig.“

Annar netverji spurði á mjög ágengan hátt: „Ég er að pæla, þegar þú deyrð og ferð til himna, hverjum verður þú með?“ og „Það hryggir mig mjög hversu mikið fólk einblínir á hamingju í þessu lífi í stað þess að halda út og bíða þess að verða sameinað á nýjan leik.“

Slysið vakti mikla athygli.

Enn annar spurði: „Veit dóttir Emily og John að hann sé í raun faðir hennar?“

Önnur skilaboð eru jafn vel enn skrýtnari. Svo sem fólk sem skrifar um að John hafi eftir dauða sinn sent einhvern til þess að sjá um Emily og börnin.

Styðja Emily

Aðrir koma henni þó til varnar. „Að missa einhvern er nógu erfitt, sérstaklega ef þú þarft að ganga í gegnum óléttuna ein, sjá börnin þín og vera minnt á hvað kom fyrir pabba þeirra,“ segir einn svo dæmi sé tekið.

Emily sjálf sagði að Donovan ætti ekki í neinum vandræðum með að ræða málefni John. Honum þætti það ekki óþægilegt.

„Hann veit að börnin þurfa að muna eftir pabba sínum og hann á ekki í neinum erfiðleikum með að vera í samskiptum við Jones fjölskylduna. Hann elskar þau,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“