fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Þýsk prinsessa situr fyrir nakin á forsíðu Playboy

Fókus
Föstudaginn 9. febrúar 2024 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xenia prinsessa af Saxlandi í Þýskalandi varð á dögunum fyrsta aðalsmanneskjan til að sitja fyrir nakin í tímaritinu Playboy. Xenia prýðir forsíðu mars-heftis þýska Playboy.

Xenia er 37 ára en hún er afkomandi Friðriks Ágústs III sem var síðasti konungur Saxlands.  Hann sagði af sér eftir ósigur Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni og var konungsríkið leyst upp í kjölfarið.

Um er að ræða sjötta fjölmennasta sambandsland Þýskalands en höfuðborgin þar er Dresden og eru íbúar um fjórar milljónir talsins.

Nokkrar myndir af Xeniu eru í blaðinu og á einni situr hún berbrjósta við sundlaugarbakka.

Viðtal við Xeniu er svo inni í blaðinu og segist hún þar vilja sýna með myndunum að „allar konur eru fallegar eins og þær eru“.

„Þú þarft ekki að fylgja einhverjum trendum eða gangast undir aðgerð á líkama þínum bara til að þóknast einhverjum öðrum. Ég er með slitför og er stolt af þeim.“

Xenia hefur meðal annars komið fram í raunveruleikaþáttum í Þýskalandi og tekur núna þátt í þáttum sem heita B:Real – Real Celebrities, Real Life.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð norska söngvarans þegar VÆB komst áfram vekja athygli

Viðbrögð norska söngvarans þegar VÆB komst áfram vekja athygli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimildarmynd um íslensku hetjuna Ægi vekur athygli – „Æðislegt og þvílíkur heiður“ 

Heimildarmynd um íslensku hetjuna Ægi vekur athygli – „Æðislegt og þvílíkur heiður“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“