fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fókus

Heimildarmynd um íslensku hetjuna Ægi vekur athygli – „Æðislegt og þvílíkur heiður“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 13. maí 2025 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Einstakt ferðalag er komin í úrslit á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni ARFF Berlin. Myndin fjallar um hinn unga Ægi Þór sem glímir við sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Leikstjóri og kvikmyndatökumaður myndarinnar er Ágústa Fanney Snorradóttir.

Í myndinni er fylgst með Ægi ferðast um Ísland og hitta langveik börn og fjölskyldur þeirra til að veita innsýn í líf barnanna og eiga með þeim skemmtilega stund.

Móðir Ægis, Hulda Björk Svandóttir, segir það þvílíkan heiður að fá þessa viðurkenningu en aðstandendur myndarinnar dreymir um að hún fari sem víðast. Það er þó ekki hlaupið að því að koma mynd á dagskrá risa á borð við Netflix eða Prime.

Hulda skrifar á Facebook:

„Maður þarf helst að þekkja einhvern. Ég get til dæmis ekki sent tölvupóst til að reyna að auglýsa myndina. Það eru margir sem þekkja okkur Ægi orðið og hvað við gerum svo nú langar mig að leita til ykkar og biðja um hjálp. Er einhver sem hefur tengingar í kvikmyndaheiminum til dæmis sem getur tengt mig við einhvern? Þið getið líka hjálpað mér með því að deila. Einstakt ferðalag er mikilvæg mynd og á erindi um allan heim. Við höfum fengið frábærar móttökur við myndinni og ég held að hún eigi erindi um allan heim. Það er svo sérstaklega gaman að segja frá því að RÚV mun sýna myndina í haust á Duchenne-deginum.“

Ægir hefur undanfarin ár staðið fyrir vitundarvakningu um Duchenne og aðra sjaldgæfa sjúkdóma ásamt móður sinni. Hafa þau meðal annars dansað saman á föstudögum til að sýna að það sé alltaf hægt að finna gleðina í lífinu, sama hvað á dynur, þó það sé jafnvel bara í stutta stund hvert sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“