fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fókus

Ljóta athugasemdin sem varð til þess að stórleikkonan gekkst undir fegrunaraðgerð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. maí 2025 08:26

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jamie Lee Curtis, 66 ára, segir að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerð eftir að kvikmyndagerðarmaður gagnrýndi útlit hennar við tökur á myndinni Perfect árið 1985.

„Hann var alveg: „Ég ætla ekki að taka hana upp í dag. Hún er með bauga.“ Og ég var 25 ára, þannig það var mjög vandræðalegt þegar hann sagði þetta,“ sagði leikkonan í 60 Minutes á sunnudaginn síðastliðinn.

„Strax eftir að tökum lauk fór ég í fegrunaraðgerð.“

Curtis nefndi engin nöfn en Gordon Willis heitin var kvikmyndagerðarmaður umræddrar kvikmyndar samkvæmt IMDb.

Hann lést árið 2014, 82 ára gamall.

Leikkonan segir að hún hafi strax séð eftir aðgerðinni. „Þetta er bara ekki eitthvað sem þú gerir þegar þú ert 25 eða 26 ára, og ég sá strax eftir þessu og hef eiginlega séð eftir þessu síðan.“

Þetta reyndist ekki aðeins andlega erfitt fyrir Curtis heldur þróaði hún með sér verkjatöflufíkn, nánar tiltekið varð hún háð ópíóðalyfjum.

Henni tókst að vinna bug gegn því og hefur ekki lagst undir hnífinn síðan. Hún hefur verið dugleg að hvetja konur um árabil að fagna eigin náttúrulegri fegurð og að eldast náttúrulega.

„Um leið og þú fiktar í andlitinu þínu, þá færðu það ekki til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“