fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Hlustaðu á nýja lagið með Laufey – Ný plata væntanleg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. maí 2025 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, tónskáldið, framleiðandinn og Grammy-verðlaunahafinn Laufey gaf í gær út lagið „Tough Luck“ og um leið tilkynnti útgáfudag á nýrri plötu sinni, A Matter of Time, þann 22. ágúst.

Í síðasta mánuði gaf hún út fyrsta lag plötunnar „Silver Lining“, sem hún flutti með bæði Gustavo Dudamel og LA Philharmonic á Coachella, sem og á lokatónleikum sínum á New Orleans Jazz Festival nýverið.

Laufey sagði „Tough luck“ sýna reiðari hlið af henni og fjallar um ástarsamband sem endaði illa.

Horfðu á textamyndbandið við lagið hér að neðan.

Nýja platan sýnir djarfari hliðar en áður, en heldur í rætur sínar og nálgun á raunverulega ást (real love) í öllum sínum myndum.

Ferill Laufeyjar

Laufey hefur heillað heilu kynslóðirnar með stórbrotnum lögum um ást og sjálfsuppgötvun með einstökum blöndum klassíkur, djass og popps. Hún hefur vakið áhuga á eldri tónlist (t.d. Chet Baker, Carole King, Maurice Ravel) með djörfum og persónulegum túlkunum sem höfða sérstaklega til yngri hlustenda.

Hún ólst upp milli Reykjavíkur og Washington D.C., lærði á píanó og selló, og stundaði nám við Berklee College of Music þar sem hún samdi lögin á sinni fyrstu EP-plötu Typical of Me (2021). Smáskífan “Street by Street” fór beint í 1. sæti á íslenskum útvarpslistum.

Hún hefur náð ótrúlegum árangri. Yfir 4,25 milljarðar spilana á heimsvísu, 23 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, stærsta frumraun djasstónlistarmanns í sögu Spotify og komst platan Bewitched (2023) í Top 20 Billboard. Hún hefur einnig hlotið fjölmargar platínuviðurkenningar og var valin í Forbes 30 Under 30 pg ein af konum ársins 2025 hjá TIME.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin