fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fréttir

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. maí 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurspáin fyrir daginn í dag lofar góðu um allt land því gert er ráð fyrir hæglætisveðri, miklum hlýindum og sól.

Um miðjan dag er til dæmis gert ráð fyrir því að það verði 19 stiga hiti í Reykjavík og heiðskírt og svipað verður uppi á teningnum fyrir norðan og austan. Áframhald verður á blíðunni um helgina og á morgun er gert ráð fyrir sól á öllu landinu og hita sem gæti víða farið í um 20 gráður.

Og á sunnudag gætu enn hærri hitatölur sést og er til dæmis gert ráð fyrir 21 stigs hita í Reykjavík og á Akureyri og 24 stiga hita á Egilsstöðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að þokubakkar gætu mögulega sett strik í reikninginn við sjóinn á sunnan- og austanveðru landinu, en annars verður bjart um mest allt land og hiti allt að 23 stig í dag.

„Sumarlegt veður er líka í kortunum á mánudag og þriðjudag, en útlit fyrir vætu á vestanverðu landinu seint á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustan 5-13 m/s suðvestanlands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 13 til 23 stig yfir daginn, hlýjast fyrir norðan, en svalara í þokunni.

Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjartviðri, en líkur á þoku úti við sjóinn. Áfram hlýtt í veðri, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag:
Sunnanátt, skýjað með köflum og rigning eða súld vestanlands síðdegis. Hiti 13 til 21 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ambika er á leið til Íslands – Leitar að Hafdísi og langar að þakka henni fyrir stuðning

Ambika er á leið til Íslands – Leitar að Hafdísi og langar að þakka henni fyrir stuðning
Fréttir
Í gær

Sigrún fékk rukkun frá Bílastæðasjóði og kannaðist ekki við sektina – „Ég hef létt óþol fyrir svona þvælu“

Sigrún fékk rukkun frá Bílastæðasjóði og kannaðist ekki við sektina – „Ég hef létt óþol fyrir svona þvælu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eru útlendingar í nánast ómögulegri stöðu á Íslandi? – „Rasismi birtist ekki alltaf í hatursfullum orðum eða ögrandi gjörðum“

Eru útlendingar í nánast ómögulegri stöðu á Íslandi? – „Rasismi birtist ekki alltaf í hatursfullum orðum eða ögrandi gjörðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geir Waage ekki sáttur: „Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar afleiðing­ar“

Geir Waage ekki sáttur: „Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar afleiðing­ar“