fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Stórstjarnan missti ekki úr takt yfir smá stólaklúðri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hóf tónleikaferðalag sitt, The Eras Tour, að nýju í gærkvöldi (miðvikudagskvöld) þegar fyrstu tónleikar ársins 2024 fóru fram í Tokyo.

Swift tók sér gott frí eftir tónleikaferðalagið í Bandaríkjunum, tvo mánuði, og tónleikarnir í gær voru næstum án áfalla. Við flutning á laginu Vigilante S—t dansar Swift í kringum og á stól og svo virðist sem hún hafi eitthvað misreiknað sig þegar hún ætlaði að setjast niður.

Í myndbandi á X má sjá Swift bregða örlítið þegar hún hallar sér aftur á bak og áttar sig á að stólinn er ekki fyrir aftan hana. Hún missti þó ekki jafnvægið, heldur hélt sér í hnébeygjustöðu á meðan hún teygði höndina aftur fyrir sig til að halda jafnvæginu. Swift er fagmaður og hikstaði ekki einu sinni yfir þessu klúðri heldur hélt áfram að syngja fyrir 55 þúsund manns, en uppselt var á tónleikana eins og alla aðra í tónleikatúrnum.

Aðdáendur Swift voru fljótir að benda á að þriggja tíma æfingarútína Swift er augljóslega að skila árangri.

„Hún hefur sinnt hnébeygjunum, ég hefði dottið beint á rassinn.“

„Lærin á henni eru líklega það sterk að hún gæti setið svona allt lagið án stóls.“

Til viðbótar við stólóhappið klúðraði Swift einnig nokkrum línum í texta lagsins Dear Reader og söng “These restless tears of a cursed man,” í stað „These desperate prayers of a cursed man.”

Mögulega um mistök að ræða, en líklegra er að þarna hafi Swift gefið aðdáendum sínum enn eina vísbendingu (e. Easter Egg), en Swift er þekkt fyrir það í myndböndum sínum, færslum og virkni á samfélagsmiðlum, fatavali og fleira að gefa aðdáendum sínum vísbendingar um væntanleg verkefni hennar.

Aðdáendur hennar leita nú logandi ljósi að vísbendingum í öllu sem Swift eftir að hún tilkynnti að ný plata kemur út í apríl, The Tortured Poets Department. Á tónleikunum í gær skartaði Swift hvítu og svörtu naglalakki og telja margir það vísbendingu um litapalettu plötunnar og plötuumslags. 

Swift heldur ferna tónleika fjögur kvöld í röð í Tókýó áður en flýgur með einkavél sinni til  Bandaríkjanna til að mæta á Ofurskálina, þar sem kærasti hennar Travis Kelce leikur til úrslita með Kansas City Chiefs á móti San Francisco 49ers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman