fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Láta 39 ára aldursmun ekki stöðva sig – Hún er 23 ára en hann er 62 ára

Fókus
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 10:09

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Willow segist ekki vera á höttunum eftir peningum kærasta síns, David. Hún segir marga halda það vegna aldursmunar þeirra. Hún er 23 ára og hann er 62 ára.

Þau kynntust eins og margir Íslendingar, á stefnumótaforritinu Tinder. Það er óhætt að segja að fyrsta stefnumótið hafi gengið vel. Klukkutíma eftir að þau kynntust voru þau orðin kærustupar.

David starfar sem byggingaverktaki í North Carolina í Bandaríkjunum. Þegar þátturinn var tekinn upp höfðu þau verið saman í þrjá mánuði og var Willow ný flutt inn í þakíbúðina hans.

Þau hafa á þessum stutta tíma farið þrisvar til Bahamaeyja, til Las Vegas og á fleiri áfangastaði.

„Fólk segir eiginlega ekkert í persónu, en á samfélagsmiðlum lætur það ýmislegt flakka,“ segir Willow.

Fjörutíu ára aldursmunur þeirra hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð.

„Fólk kallar mig gullgrafara (e. gold digger),“ segir Willow.

David segir að hann sé hættur að lesa athugasemdirnar á TikTok því hann taki þær svo inn á sig.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Ástin entist ekki

Þó þátturinn hafi farið nýlega í loftið á YouTube-rás Truly, sem framleiðir Love Don‘t Judge, virðist hann hafa verið tekinn upp fyrir rúmlega ári síðan. Samkvæmt samfélagsmiðlum Willow og David voru þau saman í sirka ár, frá febrúar 2022 til febrúar 2023, en þá birtu þá síðasta myndbandið sitt saman.

Willow er nú í sambandi með öðrum karlmanni, sem er einnig mikið eldri en hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin