fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Ólína slapp með skrekkinn í gær

Fókus
Laugardaginn 3. febrúar 2024 15:00

Ólína Þorvarðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður og núverandi forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, greinir frá því á Facebook síðu sinni að í gær hafi hún og eiginmaður hennar, Sigurður Pétursson sagnfræðingur, ásamt hundi þeirra lent í afar miklum hríðarbyl á leið til Ísafjarðar með þeim afleiðingum að bíll þeirra fór út af veginum. Öll sluppu þau ómeidd:

„Segi ekki mínar farir sléttar – en er þó heil á húfi og við hjónin bæði ásamt Vaski – eftir að hafa misst bílinn útaf í þeim glórulausasta öskuhríðarbyl sem ég hef á ævi minni lent í. Jamm, rétt eftir að við komum niður af Steingrímsfjarðarheiði á leið til Ísafjarðar í kvöld. Við sáum ekkert, stikan horfin og á sekúndubroti, búmm! Útaf.“

Fengu þau far með öðrum bíl til Ísafjarðar en urðu að skilja sinn bíl eftir. Til stendur að draga bílinn upp á veg í dag.

Ólína er að vonum ánægð með að ekki fór verr:

„Jamm … allt getur gerst. Ég þakka bara fyrir að vera heil á húfi.“

Í athugasemdum við færsluna spyr maður nokkur Ólínu hvort að ekki hafi verið varað við ferðalögum á þessum slóðum vegna yfirvofandi illviðris og segir að alltaf verði að fylgjast með náttúrunni.

Ólína svarar því til að þau hjónin séu ekki fædd í gær. Þau hafi kynnt sér veðurspána og verið vel útbúin enda hafi vegir verið opnir, enginn þæfingur eða ófærð en hins vegar eingöngu blinda á þessum tiltekna kafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“