fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Dóttir Bjarna var stungin fimm sinnum

Fókus
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Bjarni Ákason var gestur í Spjallinu með Frosta Logasyni. Bjarni hefur marga fjöruna sopið í íslensku viðskiptalífi en hann er um þessar mundir að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu Bakó-Ísberg sem hann keypti árið 2019 eftir að hafa selt Apple umboðið á Íslandi í annað sinn. Á síðasta ári fagnaði Bjarni endanlegri niðurstöðu í skattrannsóknarmáli sem tók næstum 15 ár af lífi hans, en hann var á endanum sýknaður af öllum ásökunum sem Bjarni segir að hafi allan tímann verið ein tilefnislaus þvæla.

Bjarni þekkir líka vímuefnavandann af eigin raun, en í viðtalinu segir hann frá því hvernig fjölskylda hans hefur þurft að glíma við fíknivanda stjúpsonar Bjarna auk þess sem dóttir hans var á sínum tíma margstungin af þáverandi kærasta sem var í ruglinu. Um þetta segir Bjarni:

„Það var kærasti dóttur minnar sem réðst á hana á heimili þeirra með hníf og stakk hana fimm sinnum. Í magann og andlitið og … það var svona erfiður tími þegar þú ert á gjörgæsludeild með dóttur þinni og heldur í höndina á henni. Maður var þarna meira og minna í hálfan mánuð.“

Bjarni segir að hann og fjölskylda hans hafi lent í ýmsu en hafi komist í gegnum erfiðleikana. Hann er afar þakklátur fyrir fjölskyldu sína í dag og segir ekkert vera dýrmætara.

Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að neðan en viðtalið í heild má nálgast á brotkast.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum