fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Scorpions gefa út armbandsúr með broti úr Berlínarmúrnum og gítarstreng

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. febrúar 2024 19:00

Úrið fór í sölu í vetur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin rómaða rokkhljómsveit Scorpions hafa í samstarfi við úraframleiðandann Col & MacArthur gefið út armbandsúr. Úrið inniheldur bæði gítarstreng frá hljómsveitinni og bút úr Berlínarmúrnum.

Úrið fór í sölu í vetur og ber heitið „Wind of Change“ í höfuðið á hinu víðfræga lagi hinnar þýsku sveitar frá árinu 1990. En það lag hefur oft verið talið á meðal merkustu laga 20. aldarinnar.

Ballaðan „Wind of Change“ var samin á þeim tíma þegar kalda stríðinu var að ljúka, Berlínarmúrinn að falla og Sovétríkin að liðast í sundur. Lagið varð nokkurs konar viðlag þeirra gríðarlegu þjóðfélagsbreytinga.

Breyttu textanum

Samsæriskenningar um lagið hafa dúkkað upp og um það verið gert heilt hlaðvarp. Það er að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði samið lagið en ekki rokkhljómsveitin frá Hannover, sem stofnuð var árið 1965. Fæstir taka þessar kenningar samt alvarlega.

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu breyttu Scorpions textanum í flutningi sínum á tónleikum. Nú syngja þeir til heiðurs Úkraínu en ekki Rússlands. „Þetta er ekki tíminn til að rómantisera Rússland,“ sagði söngvarinn og lagahöfundurinn Klaus Meine um þessa textabreytingu.

Tvær útgáfur

Til eru tvær útgáfur af úrinu. Venjuleg útgáfa sem kostar 599 evrur (90 þúsund krónur) og sjálfvirk útgáfa sem kostar 1.699 evrur (254 þúsund krónur).

Fyrir utan að vera sjálfvirk inniheldur dýrari útgáfan gítarstreng frá hljómsveitinni sem sú ódýrari gerir ekki. Ekki kemur fram hvort að strengurinn komi frá aðalgítarleikarinum Matthias Jabs eða ryþþma gítarleikaranum og aðallagahöfundinum Rudy Schenker. Það kemur hins vegar fram að strengirnir hafi verið notaðir á síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar, árið 2023.

Báðar útgáfur af úrinu innihalda vottað brot úr Berlínarmúrnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“