fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Fókus
Þriðjudaginn 24. desember 2024 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á aðfangadagskvöld er í gildi appelsínugul viðvörun á vesturhelmingi landsins einkum vegna mikils hvassviðris og snjókomu. Erlendir ferðamenn sem eru á Íslandi núna um jólin eða hyggjast koma hingað fljótlega hafa töluverðar áhyggjur af veðrinu. Á samfélagsmiðlum hafa ferðamenn sem segjast hafa þó nokkra reynslu af akstri í snjó og hálku lýst því yfir að þeim lítist ekkert á blikuna að keyra bíl á Íslandi að vetri til og séu því afar hikandi við að leigja sér slíkt farartæki þegar hingað til lands er komið.

Kona nokkur greinir frá því í Facebook-hópi þar sem ferðamenn skiptast á upplýsingum og ráðleggingum um Íslandsferðir að hún sé væntanleg til landsins í janúar næstkomandi. Hún segist vera að velta því fyrir sér að leigja bíl þegar hingað er komið.

Konan segist telja sig vera reyndan ökumann. Hún hafi keyrt bíl í snjó og hálku, hafi mikla reynslu af því að keyra með aftanívagna og hafi öryggið í fyrirrúmi. Hins vegar sé hún mjög meðvituð um hversu válynd veður geta verið á Íslandi. Hún óttist það mjög að festa bílinn í miðjum byl en hún hafi ekki reynslu af því að keyra í slíku veðri. Óskar konan eftir ráðleggingum um hvort hún eigi að leigja bíl eða halda sig við ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum.

Aldrei kynnst öðru eins

Meðal þeirra sem svara konunnni er kona frá norðaustuhluta Bandaríkjanna. Sú kona segist hafa nokkurra áratuga reynslu af því að keyra bíl í snjó, hálku og í byl. Aftur á móti hafi hún aldrei upplifað annan eins vind og á Íslandi og því ákveðið að reyna ekki að keyra sjálf. Það geti verið mjög stressandi að keyra þegar til staðar sé hálka, mikill vindur og snjókoma.

Einn aðili ráðleggur konunni að halda sig við Suðurland en reyna ekki einu sinni að keyra á Norðurlandi. Annar leggur áherslu á að mikilvægt sé að kanna veðurspá áður en ekið sé af stað á Íslandi að vetri til.

Þrjár gerðir af veðri á leiðinni

Aðrir sem svara konunni benda henni á að gera bara það sem henni finnist þægilegt. Sé það óþægileg tilhugsun að keyra bíl við aðstæður sem geti skapast á Íslandi á veturna sé heppilegast að vera ekki að leigja bíl.

Kanadísk kona, sem hefur reynslu af vetrarakstri segist í sínu svari ekki hafi verið smeyk við að keyra á Suðurlandi í desember. Það eigi að ganga sæmilega greiðlega fyrir sig haldi maður sig á hringveginum. Á leiðinni til Víkur í Mýrdal frá Reykjavík hafi hún og ferðafélagar hennar aftur á móti keyrt fyrst í rigningu, síðan slyddu og loks í byl. Á endanum snúist akstur á Íslandi á veturna um hversu slæmar aðstæður sálarlíf manns ræður við.

Það sýnir því ágætlega að aðstæður til aksturs á Íslandi á veturna, sérstaklega á Landsbyggðinni, geta verið það erfiðar að meira að segja ferðamenn sem hafa kynnst akstri í vetrarríki eru smeykir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“