fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Laufey áberandi á aðventunni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 15:10

Laufey Lín Jónsdóttir hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska tónlistarstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir hefur heldur betur gert það gott á árinu. Laufey hefur verið afar áberandi nú á aðventunni bæði á strætóskýlum borgarinnar í auglýsingum fyrir 66°Norður sem og að syngja úti í heimi.

Söngkonan vann sem kunnugt er Grammy verðlaunin fyrr á árinu fyrir plötu sína Bewitched og það er búið að vera meira nóg að gera hjá henni síðan þá. Hún fór í tónleikaferðalag um heiminn í kjölfarið og söng meðal annars fyrir framan 7.500 áhorfendur í Jakarta í Indónesíu sem eru stærstu tónleikar hennar hingað til.

Söngkonan hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey setti lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. Þá hafa tónleikar hennar, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angeles í byrjun ágústmánaðar verið sýndir í völdum kvikmyndahúsum nú í desember. 

Örvar Amor hittu einnig söngkonuna í hjartastað nú í vetur en hún fann ástina í örmum Charlie Christie. Kærastinn vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“