fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 11:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón voru að rölta um miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi. Þau fóru á kaffihús og fengu sér sitthvorn kaffibollann og kökusneiðina en fengu síðan áfall þegar kom að því að borga reikninginn.

Samtals kostaði þetta 5.960 krónur.

Konan birti mynd af reikningnum í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Skjáskot/Facebook

„Við fórum inn á stað í miðbæ. Fengum okkur tvo kaffi, tvær druslu kökur, þær einu sem voru í boði. Við fengum nett áfall þegar er við borguðum reikning en hann var upp á tæpar 6000 krónur,“ segir hún og bætir við:

„Þetta er ekki í lagi hér heima.“

„Dýrt að leyfa sér í dag á Íslandi“

Netverjar hafa skrifað við færsluna og taka margir undir að þetta sé dýrt, en það sé ekki endilega við kaffihúsið að sakast.

„Sammála, dýrt úr vasa. EN ekki kannski til þeirra. Hráefni, þjónn, rafmagn og fleira sem þetta þarf að standa undir. Það er bara dýrt að leyfa sér í dag á Íslandi, því miður,“ segir einn.

„Það er bilun að tvær kökusneiðar kosti næstum fjögur þúsund krónur,“ segir annar.

Ein kona bendir á Kastalakaffi, sem er kaffihús til styrktar Rauða krossinum.

„Við fórum tvö á sunnudaginn á Kastalakaffi, eins og stundum. Keyptum tvo bolla (þeir voru stórir) af heitu súkkulaði með rjóma og tvær stórar tertusneiðar, rjómi var valkostur. Þetta kostaði 3.670 kr ef ég man rétt. Mæli með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“