fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 20:29

Valentína Hrefnudóttir. Mynd/Instagram @valentinahrefnudottir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir keppti á sínu fyrsta móti árið 2022. Hún tók ákvörðunina um að keppa þremur vikum áður og tókst að tryggja sér silfrið.

Valentína var gestur í Fókus, spjallþætti DV. Í þættinum ræðir hún um fortíð sína, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag.

Sjá einnig: Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Valentína ræðir um fitness lífsstílinn hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Valentína er IFBB fitness-keppandi, erlendis er þetta kallað bikinifitness en hér heima módelfitness.

„Ég hafði alltaf verið manneskja sem að var bara: „Mér finnst þetta hræðilegt, stelpur eru að pína sig, þetta er bara átröskunarhegðun sett upp á svið. Bara fáránlegt,“ segir hún um fyrri skoðun hennar á íþróttinni.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

„Ég var komin í rosalega gott form á mjög heilbrigðan máta sjálf árið 2022, svo byrjaði ég að fá skilaboð og fólk í ræktinni var að spyrja hvort ég væri að fara að keppa. Ég vissi ekkert um það, hafði aldrei horft á fitnesskeppni,“ segir hún.

„Þetta var, eins og áður, hvatvís hugmynd hjá mér […] Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta.“

Valentína ákvað að keppa þegar það voru aðeins þrjár vikur í mót. „Mér gekk vel, ég tók annað sæti og þriðja sæti,“ segir hún.

Glæsilegur árangur í Möltu

Valentína keppti síðast í Möltu í apríl. Hún tók fyrsta sæti í byrjendaflokk og annað sæti í sínum hæðaflokk.

Stefnan er sett að keppa næsta vor og sumar. Valentína vonast til að ná að nýta formið og keppa á nokkrum mótum. Hægt er að fylgjast með undirbúning hennar og daglegu lífi á samfélagsmiðlum.

Fylgdu Valentínu á Instagram og TikTok.

Horfðu á brot úr þættinum hér að ofan, smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný mynd af North West sjokkerar

Ný mynd af North West sjokkerar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Hide picture