fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Sigga hefur séð það frá fyrstu hendi hvernig áfengi getur drepið fólk hægt og rólega

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2024 08:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint. (Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga er alin upp í alkóhólískri fjölskyldu. Annað foreldri hennar var alið upp við mikinn alkóhólisma, vann aldrei úr sínum áföllum og tók þau með sér inn í uppeldi sinna barna. Sigga er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

„Ég fékk mjög misvísandi skilaboð frá foreldrum mínum varðandi ömmu og afa. Þau voru góð við mig en gremjan var svo mikil gagnvart þeim að ég skildi ekki neitt og hafði ekki forsendur til að skilja,“ segir hún.

Varð meðvirk

Sigga fór inn í hlutverk barnsins sem lét allt ganga upp, varð snemma meðvirk og spilaði með í mjög veiku samskiptamynstri.

„Ég var að verða fullorðin þegar foreldri mitt sagði mér að það væri alkóhólisti. Ég trúði því eiginlega ekki því ég sá það aldrei drekka. Það var greinilega svona mikill feluleikur að það sást aldrei áfengi heima.“

Miklar breytingar

Annað foreldri hennar fór í AA samtökin og hitt í al-anon samtökin. Báðir foreldrar hennar voru virkir í þessum samtökum í tvö ár og urðu miklar breytingar á þeim.

„Á þessum tíma fann ég að það hafi greinilega verið vandamál miðað við muninn á öllu eftir að foreldrar mínir fóru inn í þessi samtök. Ég fékk meira að segja afsökunarbeiðni,“ segir hún.

Á þeim tíma sem foreldrar Siggu hættu að stunda fundi í samtökunum fór hún sjálf inn í al-anon samtökin.

„Ég fór á opinn fund hjá samtökunum, svona afmælisfund sem er haldinn einu sinni á ári og er opinn öllum.“

Þessi árlegi fundur verður haldinn næstkomandi sunnudag, 17. nóvember klukkan 20:00 í Grafarvogskirkju.

Lærði margt

„Ég lærði svo margt á því að fara í gegnum sporin og vinna þau. Fyrsta sem ég lærði var að ég gat ekki bent á aðra og kennt öðrum um mína bresti, ég þarf að taka ábyrgð á mér og mínu lífi svo ég geti alið mín börn upp í heilbrigðu umhverfi,“ segir hún.

Sigga segir þetta verkefnið endalausa því hún hefur nú þegar misst annað foreldri sitt, af eðlilegum ástæðum, hitt foreldrið hennar hefur drukkið það illa að það er komið með ákominn og óafturkræfan heilaskaða.

„Ég hef séð það frá fyrstu hendi hvernig áfengi getur drepið fólk hægt og rólega,“ segir hún.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag