fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2024 09:13

Sean Combs og Denzel Washington saman á mynd árið 2001. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikaranum Denzel Washington var verulega misboðið þegar hann mætti í partý til tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs, eða P. Diddy eins og hann er stundum kallaður.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hegðun tónlistarmannsins að undanförnu, en hann hefur sem kunnugt er verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hafa margar konur stigið fram og sakað hann um brot gegn sér. Er hann meðal annars sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga.

Denzel, sem er orðinn 69 ára, var boðið í partý til P. Diddy árið 2003 og segir heimildarmaður Us Weekly að honum hafi ofboðið framkoma rapparans í partýinu.

„Denzel öskraði á hann: „Þú berð ekki virðingu fyrir neinum“,“ segir heimildarmaðurinn að Denzel hafi sagt en hann var staddur í gleðskapnum sem stóð langt fram á morgun ásamt eiginkonu sinni, Paulettu Pearson.

„Þau höfðu séð eitthvað gerast sem þau voru ekki hrifin af og ruku út,“ segir heimildarmaður Us Weekly.

Ekki liggur fyrir hvað það var sem Denzel og eiginkona hans sáu en ýmislegt virðist hafa gengið á í partíunum sem P. Diddy hélt. Hefur til dæmis verið fullyrt að kynsvall hafi verið stundað í herbergjum í glæsivillu rapparans þar sem kynlífsverkafólk fékk örvandi fíkniefni til að halda partýinu gangandi.

Þá er fræg sagan af því þegar mörg hundruð lítrar af barnaolíu fundust á heimili hans. Mun rapparinn hafa þurft að greiða stórfé til að borga fyrir þrif á sófum og rúmum á ónefndu hóteli eftir að allt var löðrandi í olíu eftir einn gleðskapinn. Gengu partýin undir nafninu „freak-offs“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“