fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2024 16:20

Alfie Watts og Owen Woods í Race Across The World.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku vinirnir Alfie Watts og Owen Woods heimsóttu Reykjavík fyrir stuttu. Félagarnir, sem eru tvítugir, urðu landsþekktir í Bretlandi eftir að hafa sigrað í raunveruleikaþáttunum Race Across The World á BBC fyrr á þessu ári.

Mættir hingað til höfuðborgarinnar ákváðu þeir að reyna að afsanna þá staðhæfingu að allt væri fokdýrt á Íslandi, með því að keppa sín á milli og finna ódýrustu máltíðina í miðbænum. Skilyrði var að finna tveggja rétta máltíð á sem lægsta verðinu og margaritu-pítsur og ódýr „take away“-matur voru á bannlista. Rúsínan í pylsuendanum var síðan að sá sem endaði með hærri reikning fyrir máltíðina þurfti einnig að greiða ódýrari máltíðina.

Við tók langt fram á milli veitingastaða í miðbænum að skoða verð á matseðlum.

Í myndbandi sem Watts deilir á TikTok segir hann að meðalverð á máltíð hér sé 30 pund (um 5.300 kr.) Wood fékk sér Smassborgara-máltíð og ostastangir og borgaði 5.000 kr. (27,5 pund).
Watts fékk sér karrírétt á tælenskum veitingastað og svindlaði svo aðeins að eigin sögn og keypti sér ís í ísbúð sem eftirrétt. Samanlagt kostaði það hann 3.290 kr. (18,83 pund). Stóð því Watts uppi sem sigurvegari.

@alfiewattss ALFIE VS OWEN IN ICELAND! #fyp #travel #budgettravel #viral #raceacrosstheworld ♬ original sound – Alfie✈️🗺️

Félagarnir voru fimm daga hér á landi og byrjuðu á að skoða Skógafoss. Fyrstu kvöldmáltíðina fengu þeir sér á Skál og þó að þeim þætti maturinn góður, þá fannst þeim skammtarnir ekki stórir og maturinn dýr. Woods var alls ekki hrifinn: „Það er enginn hér sem þekkir okkur þannig að ég segi bara, stingum af frá reikningnum.“

@alfiewattss the boys are so back @Owen Wood #fyp #travel #iceland #raceacrosstheworld ♬ original sound – Alfie✈️🗺️

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag