fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Varalesari afhjúpar hvað Hayek sagði við Kidman áður en hún ýtti henni

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2024 12:17

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrúmsloftið virtist vera spennuþrungið á tískusýningu Balenciaga um helgina þegar leikkonurnar Nicole Kidman og Salma Hayek skiptust á orðum.

Myndband frá kvöldinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Kidman virtist ýta hendi Hayek í burtu þegar þær stilltu sér upp fyrir mynd með söngkonunni Katy Perry.

Nú hefur varalesari rýnt í myndbandið og afhjúpar hvað þær sögðu við hvor aðra. Page Six greinir frá.

Breski sérfræðingurinn og varalesarinn Jeremy Freeman sagði Hayek hafa sagt við Kidman: „Við skulum snúa okkur hérna, ókei, hérna.“

Þá á Kidman að hafa sagt: „Hey, ég er í fínu lagi, ég er góð. Hérna, þetta er nóg, þetta er fínt.“

Hayek á þá að hafa byrjað að segja: „Við þurfum að…“ Hún benti síðan Katy Perry á að horfa á ljósmyndarana.

Eins og fyrr segir vakti atvikið mikla athygli og sögðu margir netverjar það augljóslega anda köldu á milli þeirra. Aðrir sögðu fólk lesa allt of mikið í myndbandið og að þær hafi örugglega verið smá stressaðar því það voru svo margir ljósmyndarar þarna og mikil læti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram