Myndband frá kvöldinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Kidman virtist ýta hendi Hayek í burtu þegar þær stilltu sér upp fyrir mynd með söngkonunni Katy Perry.
Os fotógrafos tirando fotos da Salma Hayek até a Nicole Kidman parar bem na frente dela e soltar um “don’t touch me” que deixou até a Katy Perry sem graça 😳 pic.twitter.com/3z5RK6Jfr1
— Central Reality (@centralreality) October 12, 2024
Nú hefur varalesari rýnt í myndbandið og afhjúpar hvað þær sögðu við hvor aðra. Page Six greinir frá.
Breski sérfræðingurinn og varalesarinn Jeremy Freeman sagði Hayek hafa sagt við Kidman: „Við skulum snúa okkur hérna, ókei, hérna.“
Þá á Kidman að hafa sagt: „Hey, ég er í fínu lagi, ég er góð. Hérna, þetta er nóg, þetta er fínt.“
Hayek á þá að hafa byrjað að segja: „Við þurfum að…“ Hún benti síðan Katy Perry á að horfa á ljósmyndarana.
Eins og fyrr segir vakti atvikið mikla athygli og sögðu margir netverjar það augljóslega anda köldu á milli þeirra. Aðrir sögðu fólk lesa allt of mikið í myndbandið og að þær hafi örugglega verið smá stressaðar því það voru svo margir ljósmyndarar þarna og mikil læti.