fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

„Það eru margir, því miður, sem eiga eftir að ganga í gegnum það sem við höfum gengið í gegnum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 12:30

Sverrir Scheving Thorsteinsson Mynd: Advania

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vakna klukkan 6 til 6.30 á hverjum einasta morgni, helli mér upp á kaffi og nýt þess að setjast í stól við stofugluggann og drekka kaffið mitt í rólegheitunum og heyra hægt og rólega líf kvikna í húsinu og í náttúrunni. Gott að heyra vekjaraklukkurnar hringja og stúlkurnar trítla og fá sér morgunmat og njóta þess að vera saman í smástund áður en maður heldur út í daginn,”

segir Sverrir Scheving Thorsteinsson um hversdaginn. Hann segist þakklátari fyrir vikið, en ekki sé sjálfsagt að ná þeim stað.

Eiginkona hans greindist með brjóstakrabbamein haustið 2018 og eftir meðferð greindist hún aftur í janúar 2020.

„Þá hafði meinið sem var í brjósti sáð sér í heila og hún lést ári síðar, 2021.”

Sverrir segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

„Í mínu tilfelli var mjög mikilvægt að ég væri eins heilbrigður og hægt var til að geta haldið utan um fjölskylduna mína. Ef ég hefði brotnað, auðvitað bognaði ég stundum. Ef ég hefði brotnað þá hefði ýmislegt annað brotnað líka.”

Segir Sverrir að hann hafi gætt að svefni, hreyfingu og að sinna áhugamálum og vinum. Segir Sverrir að til þess að finna styrkinn þegar honum leið illa til að fara í ræktina, hafi hann þurft að líta inn á við og vinna í sjálfum sér, viðurkenna allar tilfinningarnar sem hann segir geta verið flóknar og erfiðar sumar. Eða koma þeim í heilbrigðan farveg til þess að þær fái útrás.

,,Auðvitað tekst það ekkert alltaf. Ég hef nýtt mér sálfræðiaðstoðina hjá Krabbameinsfélaginu og jafningjastuðninginn. Bæði eiginkonan mín heitin og fólk í kringum okkur hefur komið þangað inn og sótt aðstoð,” segir Sverrir.

„Það eru margir, því miður, sem eiga eftir að ganga í gegnum það sem við höfum gengið í gegnum. Það er gott fyrir þá einstaklinga að vita að það er hjálp þarna úti. Það er hægt að fá aðstoð við alla þessa hluti, til að maður finni aðstoð til að sinna sjálfum, til að geta verið til staðar fyrir aðra.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát