fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Starfsfólk 5 stjörnu hótels komið með nóg af Kanye West

Fókus
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendahópur rapparans Kanye West virðist sífellt fara minnkandi og hefur nú starfsfólk fimm stjörnu hótels á Miami bæst í hópinn.

Samkvæmt Page Six hefur starfsfólk Four Seasons á suðurströnd Miami fengið nóg af rapparanum, sem virðist ekki sýna á sér neitt fararsnið. Hann er sagður hafa sett upp upptökuver á hótelinu.

Að sögn miðilsins hafa ákveðnir starfsmenn, sérstaklega þeir sem eru í öryggisgæslu hótelsins, fengið nóg af gestum rapparans sem eru þarna langt fram eftir nóttu.

Það var sérstaklega villt kvöld í desember þegar hann kom fram með Ku Klux Klan hettu á Art Basel listahátíðinni og hélt síðan partý á hótelinu. Það voru fimmtán SUV-bílar að koma og fara til fimm um morguninn.

Rapparinn hefur oft dvalið á þessu hóteli en samkvæmt heimildum Page Six mun hann ekki fá jafn hlýjar kveðjur næst þegar hann kemur.

Þetta eru ekki einu fréttirnar af rapparanum sem hafa vakið athygli í dag. Hann birti nokkrar myndir af eiginkonu sinni, Biöncu Censori, á Instagram sem urðu fljótt mjög umdeildar.

Sjá einnig: Kanye West birti umdeildar djarfar myndir af eiginkonu sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 1 viku

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu