fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Komin með nágrannann upp á arminn fjórum mánuðum eftir skilnaðinn sem skók Hollywood

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginkona leikarans Kevin Costner, Christine Baumgartner, hefur fundið ástina að nýju, fjórum mánuðum eftir að hatrömmum skilnaði þeirra Costner lauk, en skilnaðurinn fór ítrekað fyrir dómstóla og var fjallað um hann í öllum miðlum.

Nýji maðurinn er nágranni þeirra, Josh Connor, fjárfestir og framkvæmdastjóri. Greina miðlar vestanhafs frá því að þau hafi ferðast saman um jólin og flogið með einkaþotu til Hawaii. Turtildúfurnar búa stutt frá hver annarri í Montecito og sást til Baumcartner skutla sínum heittelskaða heim. 

Connor, skildi við fyrrum eiginkonu sína í byrjun árs 2023, en þau eiga þrjú börn saman. Skilnaðurinn var staðfestur 3. janúar 2023, aðeins fimm mánuðum áður en Baumgartner kom Costner í opna skjöldu með því að sækja um skilnað. Costner og Baumcartner eiga þrjú börn saman.

Josh Connor

DailyMail greinir frá því að Baumcartner og Connor hafi verið mynduð saman í fríi á Hawaii í júlí, í fylgd með dóttur Baumcartner og dóttur Connor. Í skilnaðarmáli Baumcartner og Costner kom í ljós að Connor hafi lánað Baumcartner 20 þúsund dali. Baumgartner neitaði þá ásökunum Costner um að hún væri komin í samband við Connor, eiðsvarin fyrir dómstóli í ágúst síðastliðnum. Fyrir dómi sagði tárvot Baumgartner að hún og Connor væru bara góðir vinir og sagðist hún hafa deilt herbergi með vinkonu sinni í júlífríinu, sem hún viðurkenndi að hefði verið fjármagnað af Connor. Hún var síðan neydd til að útskýra lánið frá Connor og sagðist hún hafa greitt helming til móður sinnar og endurgreitt hinn hlutann. 

Christine Baumgartner og Kevin Costner á góðri stund

Á sama tíma var Costner að greiða henni 5 þúsund dali mánaðarlega til að hjálpa foreldrum hennar, en hætti þeim greiðslum þegar Baumcartner óskaði eftir skilnaði.

DailyMail hefur það samkvæmt heimildarmanni að parið hafi ferðast saman í desember. „Þau eru saman og hafa verið í nokkurn tíma. Þau vörðu tíma fyrir jólin saman á Hawaii á meðan Kevin var væntanlega í Aspen með krökkunum. Þau fóru líka saman til New York. Hún hefur ekki verið að gera mikið til að fela ástarsambandið fyrir vinum sínum.“

Samkvæmt heimildarmanninum kynntust Baumcartner og Connor í gegnum dætur þeirra sem eru jafngamlar og vinkonur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“