fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Umdeilda stjörnuparið bregst við slúðrinu með kroppamynd – Hann er 23 árum yngri

Fókus
Miðvikudaginn 25. september 2024 12:29

Það er 23 ára aldursmunur á þeim. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Aaron Taylor-Johnson birti mynd af sér og eiginkonu sinni, Sam Taylor-Johnson, á samfélagsmiðlum í gær en þetta er fyrsta myndin af þeim saman sem hann deilir eftir að skilnaðarorðrómur fór á kreik fyrr í september.

Aðdáendur hans fögnuðu þegar kjaftasagan fór á flug en harma það nú þegar hann hefur staðfest að þau séu enn saman með því að birta kroppamynd af þeim úr fríinu.

Aaron, 34 ára, og Sam, 57 ára. Mynd/Instagram

Það er ekkert nýtt að fólk hafi eitthvað að segja um hjónaband þeirra. Þau hafa verið saman í fjórtán ár og hefur samband þeirra verið umdeilt frá upphafi. Sam var 42 ára þegar hún byrjaði með unga leikaranum, sem þá var 18 ára gamall.

Þau trúlofuðust sama ár og þau kynntust, árið 2009, og gengu í það heilaga árið 2012. Þau eiga tvö börn saman, 14 ára og 12 ára. Sam á tvær eldri dætur úr fyrra hjónabandi.

Sam Taylor-Wood and Aaron Johnson attend the private view of 'Quilt' by Ronan and Erwan Bouroullec, at Established & Sons on September 22, 2009 in London, England
Þau kynntust við tökur á myndinni Nowhere Boy, þegar Aaron var 17-18 ára gamall. Þau byrjuðu saman stuttu seinna. Hún var þá 42 ára.

Aðdáendur hans hafa aldrei sýnt sambandi þeirra stuðning og hafa lengi haldið í vonina að einn daginn muni þau skilja.

Það voru því mikil fagnaðarlæti á samfélagsmiðlum þegar leikarinn sást án giftingarhringsins í byrjun september.

Hann virðist einfaldlega hafa gleymt honum og að það hafi engin merking verið á bak við þetta, en Aaron birti nokkrar myndir úr ferðalagi þeirra hjóna á Instagram í gær.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum