fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað

Fókus
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 16:29

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir og vinkonurnar Brynhildur Gunnlaugsdóttir og Sara Jasmín Sigurðardóttir voru gestir hjá Arnari Gauta Arnarssyni og Jakob Jóhanni Veigarssyni í hlaðvarpinu Curly FM á dögunum.

Þeir spurðu þær ýmissa spurninga um hvað „má og má ekki“ í samböndum að þeirra mati. Eins og hvort þeim væri sama hvort kærasti þeirra myndi horfa á klám eða kaupa áskrfit á OnlyFans. Þær sögðu báðar að þeim þætti allt í lagi ef maki þeirra myndi horfa á klám en væru mótfallnar því ef hann myndi borga fyrir klámfengið efni á OnlyFans.

Langar báðum að heimsækja strippstað

Brynhildur er í sambandi með körfuboltamanninum Dani Koljanin og eiga þau saman dóttur. Sara Jasmín er einhleyp, eftir því sem best er vitað.

Arnar og Jakob spurðu þær einnig út í strippstaði og hvernig þeim myndi líða ef kærastar þeirra færu á slíkan klúbb.

„Mér finnst það allt í lagi ef hann er opinn með það,“ sagði Sara Jasmín.

„Ég væri til að fara á strippstað,“ sagði þá Brynhildur og Sara tók undir.

Brynhildur bætti við að það sem skipti mestu máli er hvort þú treystir makanum þínum eða ekki. „Ef þú ert með gæja sem þú treystir og veist að þetta sé að fara að vera fun og whatever þá ertu ekki að fara að efast um hann.“

„Við fengum mjög mikið „hate“ því við vorum að tala um þetta í Gellukasti [hlaðvarpsþættinum okkar] og sögðum að það væri ekkert að [því að fara á strippstað],“ sagði Sara Jasmín.

Horfðu á umræður þeirra hérna að neðan, samtalið um strippstaðina hefst á mínútu 9:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn